Fótbolti

„Við erum betra liðið“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sérfræðingarnir reynast vonandi sannspáir og Ísland fagnar sigri.
Sérfræðingarnir reynast vonandi sannspáir og Ísland fagnar sigri. vísir

Sérfræðingar Vísis voru sammála um að Ísland sé sigurstranglegra en Finnland fyrir fyrsta leik á EM í Sviss. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sló um sig varnagla og sagði finnska liðið ekki eins slakt og margir halda, en systur Ásthildur og Þóra Björg Helgadætur segja ekkert annað en sigur koma til greina.

Þær þrjár voru gestir Vals Páls Eiríkssonar í setti Pallborðsins, umræðuþætti um EM, og spáðu í spilin fyrir leik kvöldsins.

„Við erum betra liðið, eigum bara að vera með kassann úti og vinna þennan helví…“ sagði Þóra Björg og skellti upp úr þegar hún áttaði sig á aðstæðum.

„Vinna þennan leik,“ leiðrétti hún sig svo.

„Ég er kannski ekki jafn jákvæð og systurnar“ sagði Bára þá.

„Við spiluðum æfingaleik við þetta lið fyrir tveimur árum og töpuðum 2-1…“ benti Bára á, máli sínu til stuðnings.

Umræðuna um leik dagsins má finna í spilaranum hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má svo finna Pallborðsþáttinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×