Fótbolti

Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræði­lega“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eunice Quason er móðir Sveindísar. Hún er klár fyrir leikinn.
Eunice Quason er móðir Sveindísar. Hún er klár fyrir leikinn.

„Ég er smá stressuð og það er kannski bara eðlilegt,“ segir Eunice Quason, móðir knattspyrnu- og landsliðskonunnar Sveindísar Jane Jónsdóttur.

Kvennalið okkar mætir Finnum í fyrsta leik á EM í Thun klukkan fjögur í dag. Aron Guðmundsson ræddi við Eunice á Fan Zone Íslands í Thun í Sviss í dag.

„Öll fjölskyldan á Íslandi mun horfa í dag. Það komast ekki alveg allir hingað út. Sumir eru að vinna en þau munu horfa í sjónvarpinu. Meiri segja fjölskyldan hennar í Gana verður að horfa. Það er eins gott að Finnarnir passi sig á Sveindísi. Hún er að fara láta þeim líða hræðilega, ég er hundrað prósent viss um það.“

Hér að neðan má sjá viðtalið.

Klippa: Mamman hefur trú á Sveindísi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×