Fótbolti

„Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitt­hvað nýtt“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Vilhjálmur er einstaklega stoltur faðir á þessum stóra degi.
Vilhjálmur er einstaklega stoltur faðir á þessum stóra degi. vísir / skjáskot

Vilhjálmur Haraldsson, faðir landsliðskonunnar Karólínu Leu, er mættur út til Sviss á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi. Hann er einstaklega stoltur af sinni stelpu, sem spilar ekki bara landsleik í dag heldur samdi hún líka við ítalska stórliðið Inter í morgun.

„Mér líst mjög vel á það, mér finnst þetta metnaðarfullt skref, Inter á uppleið og ætlar sér stóra hluti. Mjög flott skref fyrir hana og hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ sagði Vilhjálmur í viðtali sem má sjá hér fyrir neðan.

„Það var auðvitað fullt af liðum sem höfðu áhuga en ég held að þetta hafi verið mjög flott skref hjá henni að taka.“

Karólína skrifaði undir samning við félagið til ársins 2028 þannig að Vilhjálmur mun væntanlega gera sér ferðir til Mílanó næstu árin, eins og hann sagði frá á X síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×