Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 09:00 Þorsteinn landsliðsþjálfari á síðustu æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik sinn á EM kvenna í Sviss. Ísland mætir Finnlandi í dag klukkan fjögur. Ísland og Finnland mætast í fyrsta leik EM í fótbolta í Sviss í dag. Þjálfarar beggja liða eru sammála um að mikilvægi góðra úrslita strax í fyrsta sé gífurlegt. Finnarnir reyndu að varpa pressunni yfir á Íslendinga á blaðamannafundi í gær. Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Sjá meira
Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Sjá meira