„Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 07:02 Glódís Perla Viggósdóttir er hundrað prósent klár í slaginn við Finna í dag vísir/Anton Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun feta nýjan stíg í dag er hún leiðir íslenska landsliðið inn á völlinn í fyrsta skipti á stórmóti. Hún segir að um stóra stund fyrir sig sé að ræða. Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira