Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 16:09 Glódís Perla Viggósdóttir er hundrað prósent klár í slaginn við Finna á morgun. vísir/Anton Engin meiðsli eða veikindi eru í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrsta leik á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í Sviss. „Staðan er góð. Það eru allar heilar og allar klárar í leikinn á morgun. Okkur hefur liðið vel hérna. Höfum haft það fínt og æft vel. Við verðum klár í þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í Thun í dag og hafði því ekkert nema góðar fréttir að færa. Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði sat fundinn einnig og var sérstaklega spurð út í sín mál, eftir að hafa glímt við snúin meiðsli í vor. „Já, staðan er í toppstandi. Ég er mjög klár í þetta,“ sagði Glódís og svaraði játandi þegar hún var spurð enn frekar hvort að meiðslin væru alveg frá. Þorsteinn segir að búast megi við hörkuleik á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma: Margt sem liðin eiga sameiginlegt „Allir sem að skoða leikmenn sem spila fyrir Finnland sjá það að finnska liðið er gott, hörkulið og þetta verður erfiður leikur á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Það er margt sem liðin hafa sameiginlegt. Þetta eru tvö lið, með liðsheild og liðsbrag. Þessi leikur gæti orðið drulluskemmtilegur. Þetta er fyrsti leikur Finna á stórmóti í svolítinn tíma. Fyrir okkur skiptir þessi leikur gríðarlegu máli og þá líka. Ég held að Finnar hafi verið mjög glaðir þegar dregið var í riðla. Þeir horfa á þennan leik sem leik sem þeir verða að vinna og það gerum við líka. Þetta verða tvö skemmtileg lið sem mætast og svo er bara að sjá hvort liðið verður betra á morgun,“ sagði Þorsteinn sem er mættur á sitt annað stórmót, taplaus eftir EM 2022: „Auðvitað lærir maður alltaf af fyrra móti og svo erum við búin að spila marga spennandi leiki síðan þá. Ég held að ég sé betur undirbúinn en síðast. Mér líður þannig og trúi því og það er bara tilhlökkun að taka þátt í þessu aftur. Ég er tilbúinn í gott mót.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Sjá meira
„Staðan er góð. Það eru allar heilar og allar klárar í leikinn á morgun. Okkur hefur liðið vel hérna. Höfum haft það fínt og æft vel. Við verðum klár í þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í Thun í dag og hafði því ekkert nema góðar fréttir að færa. Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði sat fundinn einnig og var sérstaklega spurð út í sín mál, eftir að hafa glímt við snúin meiðsli í vor. „Já, staðan er í toppstandi. Ég er mjög klár í þetta,“ sagði Glódís og svaraði játandi þegar hún var spurð enn frekar hvort að meiðslin væru alveg frá. Þorsteinn segir að búast megi við hörkuleik á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma: Margt sem liðin eiga sameiginlegt „Allir sem að skoða leikmenn sem spila fyrir Finnland sjá það að finnska liðið er gott, hörkulið og þetta verður erfiður leikur á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Það er margt sem liðin hafa sameiginlegt. Þetta eru tvö lið, með liðsheild og liðsbrag. Þessi leikur gæti orðið drulluskemmtilegur. Þetta er fyrsti leikur Finna á stórmóti í svolítinn tíma. Fyrir okkur skiptir þessi leikur gríðarlegu máli og þá líka. Ég held að Finnar hafi verið mjög glaðir þegar dregið var í riðla. Þeir horfa á þennan leik sem leik sem þeir verða að vinna og það gerum við líka. Þetta verða tvö skemmtileg lið sem mætast og svo er bara að sjá hvort liðið verður betra á morgun,“ sagði Þorsteinn sem er mættur á sitt annað stórmót, taplaus eftir EM 2022: „Auðvitað lærir maður alltaf af fyrra móti og svo erum við búin að spila marga spennandi leiki síðan þá. Ég held að ég sé betur undirbúinn en síðast. Mér líður þannig og trúi því og það er bara tilhlökkun að taka þátt í þessu aftur. Ég er tilbúinn í gott mót.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti