Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 14:02 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á síðasta Evrópumóti, í Englandi fyrir þremur árum. vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira