Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 14:57 Lando Norris með þeim Charles Leclerc og Oscar Piastri sem komu næsti á eftir honum. Getty/Clive Rose McLaren menn urðu í tveimur efstu sætunum í Austurríkiskappakstrinum í formúlu 1 í dag þar sem Lando Norris fagnaði sigri. Lando Norris stóðst pressuna frá liðsfélaga sínum Oscar Piastri og minnkaði forskot Piastri í heimsmeistarakeppni ökumanna í fimmtán stig. Ferrari maðurinn Charles Leclerc var síðan þriðji maður á verðlaunapallinum. Lewis Hamilton varð fjórði, George Russell fimmti og Liam Lawson náði sjötta sætinu. THE TOP 10 FINISHERS 🤩#F1 #AustrianGP pic.twitter.com/gchYdCm78B— Formula 1 (@F1) June 29, 2025 Liðsfélagarnir voru í hörkukeppni allan kappaksturinn og gáfu ekkert eftir. Norris var á ráspól og hélt út. Þetta var flott endurkoma hjá Norris eftir vonbrigðin í Kanada í síðustu keppni. Hann var að vinna sinn þriðja kappakstur á tímabilinu eftir að hafa unnið einnig í Mónakó og í Ástralíu. Piastri hefur á móti unnið fimm keppnir. Þetta var spennandi keppni ekki síst þar sem hitinn var mikill og menn í alls konar vandræðum með dekkin sín. Piastri er nú efstur ökumanna með 216 stig, Norris er með 201 stig og Max Verstappen er nú þriðji með 155 stig Yfirburðir McLaren-Mercedes í liðakeppninni eru miklir og jókst enn með þessum tvöfalda sigri í dag. McLaren hefur nú 417 stig eða 207 stigum meira en Ferrari. Heimsmeistarinn Max Verstappen datt snemma úr keppni eftir árekstur við Andrea Kimi Antonelli í þriðju beygju í fyrsta hring. Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lando Norris stóðst pressuna frá liðsfélaga sínum Oscar Piastri og minnkaði forskot Piastri í heimsmeistarakeppni ökumanna í fimmtán stig. Ferrari maðurinn Charles Leclerc var síðan þriðji maður á verðlaunapallinum. Lewis Hamilton varð fjórði, George Russell fimmti og Liam Lawson náði sjötta sætinu. THE TOP 10 FINISHERS 🤩#F1 #AustrianGP pic.twitter.com/gchYdCm78B— Formula 1 (@F1) June 29, 2025 Liðsfélagarnir voru í hörkukeppni allan kappaksturinn og gáfu ekkert eftir. Norris var á ráspól og hélt út. Þetta var flott endurkoma hjá Norris eftir vonbrigðin í Kanada í síðustu keppni. Hann var að vinna sinn þriðja kappakstur á tímabilinu eftir að hafa unnið einnig í Mónakó og í Ástralíu. Piastri hefur á móti unnið fimm keppnir. Þetta var spennandi keppni ekki síst þar sem hitinn var mikill og menn í alls konar vandræðum með dekkin sín. Piastri er nú efstur ökumanna með 216 stig, Norris er með 201 stig og Max Verstappen er nú þriðji með 155 stig Yfirburðir McLaren-Mercedes í liðakeppninni eru miklir og jókst enn með þessum tvöfalda sigri í dag. McLaren hefur nú 417 stig eða 207 stigum meira en Ferrari. Heimsmeistarinn Max Verstappen datt snemma úr keppni eftir árekstur við Andrea Kimi Antonelli í þriðju beygju í fyrsta hring.
Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira