Kraftaverkakona sem þekkir Ísland út og inn Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 16:33 Lidija Stojkanovic hefur verið að gera magnaða hluti fyrir serbneskan fótbolta. Hún spilaði lengi hér á landi og þjálfaði einnig. FSS Serbneska landsliðið sem Ísland mætir á morgun, í generalprufunni fyrir EM kvenna í fótbolta, leikur undir stjórn „kraftaverkakonu“ sem bjó og starfaði lengi á Íslandi. Liðin mætast í Serbíu klukkan 17 að íslenskum tíma. Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira