„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2025 19:27 Í Kjarnaskógi rís nú Múmínskógur. Vísir Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar. Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar.
Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið