Fyrsta fjölbragðaglímufélag landsins stefnir á sýningu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2025 22:02 Viktor Sigursveinsson og Óskar Dagur Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre. vísir/Tómas Fyrsta fjölbragðaglímufélag Íslands er nú orðið að veruleika. Félagsmennirnir fimm stefna á sýningu í lok sumars og binda vonir við að skilja sterka arfleið eftir sig hér á landi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig æfingar fara fram hjá fyrsta fjölbragðaglímufélagi Íslands, Icelandic Combar Theatre. Það var stofnað í upphafi árs og er starfrækt í bílskúr stofnanda félagsins. Eini hringur sinnar tegundar á Íslandi „Ég fékk þennan hring í gegnum Wrestling rings uk. Þeir eru þarna í Englandi og ég sendi þeim tölvupóst. þeir semsagt bjuggu hann til eftir þeim málum sem ég bað þá um að gera,“ sagði Viktor Sigursveinsson, einn stofnenda félagsins um hringinn sem er sérsmíðaður og var fluttur í pörtum í gám til landsins. Er þetta eini svona hringurinn sem þú veist um á Íslandi? „Ég get bókað það að þetta er sá einni.“ Fimm félagsmenn skipa nú félagið en það eru þeir: Viktor Sigursveinsson, Óskar Dagur Marteinsson, Ránar Þorsteinsson, Páll Sigurður Sigurðsson og Rósant Bósi Rósantsson. Drengirnir binda vonir við að geta stækkað aðstöðuna í framtíðinni þannig að það sé hægt að taka á móti fleiri iðkendum. Aðsend Getur verið bæði hryllingur og grín Félagsmenn æfa tvisvar í viku og stefna á halda fyrstu fjölbragðaglímusýninguna í lok sumars. Áhugamálið sé minna feimnismál en áður. „Mér finnst Ísland vera opnara fyrir svona hlutum núna,“ sagði Viktor. Svo fólk er spennt fyrir þessu? „Já svo sannarlega, eins og vera ber,“ bætir Viktor við kíminn. @icelandic.combat ♬ Get Ready - Steve Aoki Vocal Radio Edit - 2 Unlimited En hvað er fjölbragðaglíma? „Þetta er allt og ekkert. Það er erfitt að setja fjölbragðaglímu í box. Þetta er bæði stunt show og drama. Þetta getur verið hryllingur og þetta getur verið grín. Þetta er í sinni eigin deild,“ svarar Viktor. „Þetta er svona íþrótta stunt sápuópera,“ bætir Óskar Dagur Marteinsson, einn stofnenda við. Vonast til að skilja eftir sig arfleið Stofnendur segja báðir um langþráður draum úr æsku að ræða sem sé nú að rætast. „Það fór illa í mig þegar ég var yngri að þetta væri ekki í boði á Íslandi. Að verða rosa frægur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Eða verða moldríkur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Ég vill bara að það sé komið nýtt listrænt form til Íslands. Vonandi þá þegar ég hætti í þessu þá heldur þetta áfram hjá fólki sem er kannski ekki búið að fæðast enn þá.“ Þó að það sé hægt að tala og tala um fjölbragðaglímu þá er bara ein leið til að skilja hana fullkomlega og tók því fréttamaður þátt og fékk stofnanda fjölbragðaglímufélagsins á Íslandi til að lúskra aðeins á sér að hætti hússins. Það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Glíma Sýningar á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig æfingar fara fram hjá fyrsta fjölbragðaglímufélagi Íslands, Icelandic Combar Theatre. Það var stofnað í upphafi árs og er starfrækt í bílskúr stofnanda félagsins. Eini hringur sinnar tegundar á Íslandi „Ég fékk þennan hring í gegnum Wrestling rings uk. Þeir eru þarna í Englandi og ég sendi þeim tölvupóst. þeir semsagt bjuggu hann til eftir þeim málum sem ég bað þá um að gera,“ sagði Viktor Sigursveinsson, einn stofnenda félagsins um hringinn sem er sérsmíðaður og var fluttur í pörtum í gám til landsins. Er þetta eini svona hringurinn sem þú veist um á Íslandi? „Ég get bókað það að þetta er sá einni.“ Fimm félagsmenn skipa nú félagið en það eru þeir: Viktor Sigursveinsson, Óskar Dagur Marteinsson, Ránar Þorsteinsson, Páll Sigurður Sigurðsson og Rósant Bósi Rósantsson. Drengirnir binda vonir við að geta stækkað aðstöðuna í framtíðinni þannig að það sé hægt að taka á móti fleiri iðkendum. Aðsend Getur verið bæði hryllingur og grín Félagsmenn æfa tvisvar í viku og stefna á halda fyrstu fjölbragðaglímusýninguna í lok sumars. Áhugamálið sé minna feimnismál en áður. „Mér finnst Ísland vera opnara fyrir svona hlutum núna,“ sagði Viktor. Svo fólk er spennt fyrir þessu? „Já svo sannarlega, eins og vera ber,“ bætir Viktor við kíminn. @icelandic.combat ♬ Get Ready - Steve Aoki Vocal Radio Edit - 2 Unlimited En hvað er fjölbragðaglíma? „Þetta er allt og ekkert. Það er erfitt að setja fjölbragðaglímu í box. Þetta er bæði stunt show og drama. Þetta getur verið hryllingur og þetta getur verið grín. Þetta er í sinni eigin deild,“ svarar Viktor. „Þetta er svona íþrótta stunt sápuópera,“ bætir Óskar Dagur Marteinsson, einn stofnenda við. Vonast til að skilja eftir sig arfleið Stofnendur segja báðir um langþráður draum úr æsku að ræða sem sé nú að rætast. „Það fór illa í mig þegar ég var yngri að þetta væri ekki í boði á Íslandi. Að verða rosa frægur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Eða verða moldríkur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Ég vill bara að það sé komið nýtt listrænt form til Íslands. Vonandi þá þegar ég hætti í þessu þá heldur þetta áfram hjá fólki sem er kannski ekki búið að fæðast enn þá.“ Þó að það sé hægt að tala og tala um fjölbragðaglímu þá er bara ein leið til að skilja hana fullkomlega og tók því fréttamaður þátt og fékk stofnanda fjölbragðaglímufélagsins á Íslandi til að lúskra aðeins á sér að hætti hússins. Það má berja augum í spilaranum hér að ofan.
Glíma Sýningar á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira