Elísabet stefnir á risa afrek með Belgíu á EM Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 16:45 Elísabet Gunnarsdóttir er landsliðsþjálfari belgíska landsliðsins sem tekur þátt á komandi Evrópumóti í fótbolta í Sviss. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að það yrði risa afrek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á framfæri. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“ EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“
Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion)
EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira