Ísraelar héldu árásum sínum áfram í nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. júní 2025 06:52 Bandaríkjaforseta var víða þakkað í Ísrael í gær fyrir að skerast í leikinn og heimila harðar árásir á kjarnorkutilraunastöðvar Írans um helgina. AP Photo/Bernat Armangue Ísraelsher hefur haldið árásum sínum á Íran áfram í alla nótt og um tuttugu orrustuþotur eru sagðar hafa gert árásir í vesturhluta landsins og ráðist að herstöðvum og skotpöllum. Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta. Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13