Steikjandi hiti og varamenn geymdir inni í klefa á HM Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 11:00 Gregor Kobel, markvörður Dortmund, reynir að kæla sig niður í hitanum í Ohio. Getty/Hendrik Deckers Sterk sól og hiti yfir þrjátíu gráðum varð til þess að þjálfarar þýska liðsins Dortmund ákváðu að hafa varamenn liðsins inni í búningsklefa, í fyrri hálfleik leiks á HM félagsliða í fótbolta í gær. Dortmund mætti suðurafríska liðinu Mamelodi Sundowns á HM í gær, í Cincinnati í Ohio, og var hitastigið í loftinu um 31 gráða. Á meðan að leikmenn byrjunarliðanna hömuðust í hitanum í fyrri hálfleik þá fylgdust varamenn Dortmund einfaldlega með leiknum á sjónvarpsskjá inni í búningsklefa. „Aldrei séð þetta áður en í þessum hita er ekkert vit í öðru,“ skrifaði Dortmund og birti mynd af varamönnunum í klefanum: Our subs watched the first half from inside the locker room to avoid the blazing sun at TQL Stadium – never seen that before, but in this heat, it absolutely makes sense. 🥵 #FIFACWC pic.twitter.com/5GYtMER1fQ— Borussia Dortmund (@BVB) June 21, 2025 Í seinni hálfleiknum komu varamennirnir svo út en voru undir sólhlífum til að verjast steikjandi sólinni. This heat is something else 🥵☀️ pic.twitter.com/6o5HwWaB3i— Borussia Dortmund (@BlackYellow) June 21, 2025 Það reyndi svo sannarlega á leikmenn Dortmund að spila í þessum hita en þeir höfðu þó að lokum sigur, 4-3, og eru því með fjögur stig í sínum riðli eftir tvo leiki. Þeim dugar stig gegn Ulsan HD frá Suður-Kóreu á miðvikudaginn til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. „Við áttum í harðri baráttu við hitann og andstæðing sem gat höndlað aðstæðurnar betur. Þetta er mót sem við viljum keppa í og reyna að vinna heimsmeistaratitil en aðstæðurnar eru mjög erfiðar fyrir öll liðin,“ sagði Niko Kovac, þjálfari Dortmund. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Dortmund mætti suðurafríska liðinu Mamelodi Sundowns á HM í gær, í Cincinnati í Ohio, og var hitastigið í loftinu um 31 gráða. Á meðan að leikmenn byrjunarliðanna hömuðust í hitanum í fyrri hálfleik þá fylgdust varamenn Dortmund einfaldlega með leiknum á sjónvarpsskjá inni í búningsklefa. „Aldrei séð þetta áður en í þessum hita er ekkert vit í öðru,“ skrifaði Dortmund og birti mynd af varamönnunum í klefanum: Our subs watched the first half from inside the locker room to avoid the blazing sun at TQL Stadium – never seen that before, but in this heat, it absolutely makes sense. 🥵 #FIFACWC pic.twitter.com/5GYtMER1fQ— Borussia Dortmund (@BVB) June 21, 2025 Í seinni hálfleiknum komu varamennirnir svo út en voru undir sólhlífum til að verjast steikjandi sólinni. This heat is something else 🥵☀️ pic.twitter.com/6o5HwWaB3i— Borussia Dortmund (@BlackYellow) June 21, 2025 Það reyndi svo sannarlega á leikmenn Dortmund að spila í þessum hita en þeir höfðu þó að lokum sigur, 4-3, og eru því með fjögur stig í sínum riðli eftir tvo leiki. Þeim dugar stig gegn Ulsan HD frá Suður-Kóreu á miðvikudaginn til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. „Við áttum í harðri baráttu við hitann og andstæðing sem gat höndlað aðstæðurnar betur. Þetta er mót sem við viljum keppa í og reyna að vinna heimsmeistaratitil en aðstæðurnar eru mjög erfiðar fyrir öll liðin,“ sagði Niko Kovac, þjálfari Dortmund.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira