Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 23:48 Gideon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. Getty/Amir Levy Utanríkisráðherra Ísraels segir að árásir Ísraelsmanna á kjarnorku- og hernaðarinnviði í Íran hafi tafið framleiðslu klerkastjórnarinnar í Íran á kjarnorkuvopnum í að minnsta kosti tvö ár. Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild. Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44
Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51
Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50