Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 13:33 Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson höfundar bókarinnar. Aðsend Matreiðslubókin Veislumatur landnámsaldar vann til fyrstu verðlauna í flokki Norrænnar matargerðar á Gourmand verðlaunahátíðinni í Estoril í Portúgal. Gourmand verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. Gourmand verðlaunahátíðin var sett á laggirnar árið 1995 og hefur veitt verðlaun fyrir framúrskarandi matreiðslu og vínbækur, og matreiðsluþætti, í þrjátíu ár. Þátttakendur á hverju ári koma frá rúmlega tvö hundruð löndum. Á heimasíðu þeirra segir að talað sé um Gourmand verðlaunin sem óskarsverðlaun matreiðsluheimsins. Víkingaöldin gædd lífi Í tilkynningu er greint frá því að íslenska bókin Veislumatur landnámsaldar hafi gert sér lítið fyrir og unnið fyrstu verðlaun í flokki Norrænnar matargerðar. Silungur matreiddur á gamla mátann.Aðsend Höfundar bókarinnar eru Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Karl Peterson ljósmyndari og Úlfar Finnbjörnsson, hinn þekkti matreiðslumeistari, og voru þeir með bókina í vinnslu í fimm ár. „Í bókinni, sem heitir Feast of the Vikings á ensku, rannsakar Kristbjörn Helgi gaumgæfilega þær heimildir sem Íslendingasögurnar og fornleifafræðin segir okkur um matarvenjur á víkingaöld, þar sem hann skoðaði meðal annars allar tilvísanir í mat í Íslenidngasögunum og hvað uppgreftir á ruslahaugum víkingatímas á Norðurlöndunum segja okkur um matarvenjur þess tíma. Úlfar fékk svo niðurstöður Kristbjörns í hendurnar og setur fram tilgátuuppskrifitir þar sem hann notar einungis hráefni þess tíma,“ segir í tilkynningu. Með fyrstu verðlaun.Aðsend Umsögn dómnefndar er eftirfarandi: „Þakka ykkur fyrir, Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson, fyrir að gæða víkingaöldina lífi í Veislumatur landnámsaldar – bókin er heillandi blanda af sögu, frumlegum uppskriftum og glæsilegri framsetningu. Ítarlegar rannsóknir Kristbjörns, djörf nálgun á matreiðslu og einstaklega fallegar myndir gera bókina bæði upplýsandi og girnilega. Ógleymanlegt ferðalag aftur í tímann, til íslenska eldhússins fyrr á tímum!“ Arndís Lilja Guðmundsdóttir sá um útlit bókarinnar og Ingunn Snædal þýddi textann yfir á ensku. Drápa gaf bókina út í nóvember 2023. Uppskrift úr bókinni. Matur Íslendingar erlendis Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Gourmand verðlaunahátíðin var sett á laggirnar árið 1995 og hefur veitt verðlaun fyrir framúrskarandi matreiðslu og vínbækur, og matreiðsluþætti, í þrjátíu ár. Þátttakendur á hverju ári koma frá rúmlega tvö hundruð löndum. Á heimasíðu þeirra segir að talað sé um Gourmand verðlaunin sem óskarsverðlaun matreiðsluheimsins. Víkingaöldin gædd lífi Í tilkynningu er greint frá því að íslenska bókin Veislumatur landnámsaldar hafi gert sér lítið fyrir og unnið fyrstu verðlaun í flokki Norrænnar matargerðar. Silungur matreiddur á gamla mátann.Aðsend Höfundar bókarinnar eru Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Karl Peterson ljósmyndari og Úlfar Finnbjörnsson, hinn þekkti matreiðslumeistari, og voru þeir með bókina í vinnslu í fimm ár. „Í bókinni, sem heitir Feast of the Vikings á ensku, rannsakar Kristbjörn Helgi gaumgæfilega þær heimildir sem Íslendingasögurnar og fornleifafræðin segir okkur um matarvenjur á víkingaöld, þar sem hann skoðaði meðal annars allar tilvísanir í mat í Íslenidngasögunum og hvað uppgreftir á ruslahaugum víkingatímas á Norðurlöndunum segja okkur um matarvenjur þess tíma. Úlfar fékk svo niðurstöður Kristbjörns í hendurnar og setur fram tilgátuuppskrifitir þar sem hann notar einungis hráefni þess tíma,“ segir í tilkynningu. Með fyrstu verðlaun.Aðsend Umsögn dómnefndar er eftirfarandi: „Þakka ykkur fyrir, Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson, fyrir að gæða víkingaöldina lífi í Veislumatur landnámsaldar – bókin er heillandi blanda af sögu, frumlegum uppskriftum og glæsilegri framsetningu. Ítarlegar rannsóknir Kristbjörns, djörf nálgun á matreiðslu og einstaklega fallegar myndir gera bókina bæði upplýsandi og girnilega. Ógleymanlegt ferðalag aftur í tímann, til íslenska eldhússins fyrr á tímum!“ Arndís Lilja Guðmundsdóttir sá um útlit bókarinnar og Ingunn Snædal þýddi textann yfir á ensku. Drápa gaf bókina út í nóvember 2023. Uppskrift úr bókinni.
Matur Íslendingar erlendis Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist