Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 17:11 Vahid Ahmadsomali er 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi. Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“ Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“
Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira