Forseti Al-Hilal ósáttur við launakröfur: „Við prentum ekki peninga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 19:00 Erfiðara verður fyrir Al-Hilal að vinna HM félagsliða þar sem liðið fékk enga nýja leikmenn. Yasser Bakhsh - FIFA/FIFA via Getty Images Forseti Al-Hilal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta segir himinháar launakröfur leikmanna ástæðu þess að félagið fékk engan til sín fyrir HM félagsliða. Mikill misskilningur sé að sádi-arabísku stórliðin geti eytt endalaust. Al-Hilal er eitt af fjórum félögum sem ríkissjóður Sádi-Arabíu keypti árið 2023 og veitti gríðarlegt fjármagn til leikmannakaupa. Stórstjörnur voru fengnar til félagsins, Ruben Neves, Aleksander Mitrovic og Joao Cancelo komu allir úr ensku úrvalsdeildinni. Stærstu kaupin voru svo þegar Neymar var fenginn frá PSG fyrir metverð. Forseti félagsins, Esteve Calzada, segir útrásartímabil félaganna að baki en eftir standi mýta um ótæmandi peningapoka, í viðtali við Marca. „Það sem leikmenn geta þénað í Sádi-Arabíu verður alltaf mun meira en þeir geta fengið í Evrópu. Augljóslega getum við samt ekki eytt endalaust, við prentum ekki peninga… Við misstum af tækifærum til að semja við leikmenn akkúrat vegna þess, þeir héldu að við gætum eytt endalaust, en við verðum að rekja félagið á sjálfbæran og skynsamlegan hátt“ sagði forsetinn. Auka félagaskiptagluggi var opinn frá 1. - 10. júní svo félög gætu styrkt sig fyrir HM félagsliða. Al-Hilal var í viðræðum við nokkra leikmenn en gekk ekki frá neinum nýjum samningum. „Í fyrsta lagi vegna þess að við höfum trú á leikmannahópnum og liðinu sem við erum með. Í öðru lagi vegna þess að kringumstæðurnar voru ekki réttar, fólk er farið algjörlega fram úr sér í launakröfum.“ HM félagsliða hefst í kvöld, fyrsti leikur er á miðnætti. Al-Hilal á fyrst leik gegn Real Madrid þann 18. júní. Sádiarabíski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Al-Hilal er eitt af fjórum félögum sem ríkissjóður Sádi-Arabíu keypti árið 2023 og veitti gríðarlegt fjármagn til leikmannakaupa. Stórstjörnur voru fengnar til félagsins, Ruben Neves, Aleksander Mitrovic og Joao Cancelo komu allir úr ensku úrvalsdeildinni. Stærstu kaupin voru svo þegar Neymar var fenginn frá PSG fyrir metverð. Forseti félagsins, Esteve Calzada, segir útrásartímabil félaganna að baki en eftir standi mýta um ótæmandi peningapoka, í viðtali við Marca. „Það sem leikmenn geta þénað í Sádi-Arabíu verður alltaf mun meira en þeir geta fengið í Evrópu. Augljóslega getum við samt ekki eytt endalaust, við prentum ekki peninga… Við misstum af tækifærum til að semja við leikmenn akkúrat vegna þess, þeir héldu að við gætum eytt endalaust, en við verðum að rekja félagið á sjálfbæran og skynsamlegan hátt“ sagði forsetinn. Auka félagaskiptagluggi var opinn frá 1. - 10. júní svo félög gætu styrkt sig fyrir HM félagsliða. Al-Hilal var í viðræðum við nokkra leikmenn en gekk ekki frá neinum nýjum samningum. „Í fyrsta lagi vegna þess að við höfum trú á leikmannahópnum og liðinu sem við erum með. Í öðru lagi vegna þess að kringumstæðurnar voru ekki réttar, fólk er farið algjörlega fram úr sér í launakröfum.“ HM félagsliða hefst í kvöld, fyrsti leikur er á miðnætti. Al-Hilal á fyrst leik gegn Real Madrid þann 18. júní.
Sádiarabíski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira