Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð X977 & Sindri 13. júní 2025 11:23 Tommi Steindórs (t.v.), dagskrárstjóri X977 óskar hér Eyjólfi Eiríkssyni til hamingju með titilinn Iðnaðarmaður ársins 2025. Eyjólfur vann með nokkrum yfirburðum. Iðnaðarmaður ársins 2025 er múrarinn Eyjólfur Eiríksson. Hann var einn af átta iðnaðarmönnum sem komust í úrslit og stóðust þar með strangar kröfur dómnefndar X977 og Sindra. Eyjólfur verður 24 ára í næsta mánuði og er með sveinspróf í múraraiðn. Hann á kærustu og starfar í dag hjá Múrþjónustu Helga Þorsteins sem er staðsett í Hveragerði en mest vinnur hann þó á höfuðborgarsvæðinu. Í frítíma sínum spilar hann golf og hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð. „Starf múrara er mjög fjölbreytt og enginn dagur eins,“ segir Eyjólfur. „Einn daginn er ég að flota, næsta kannski að flísaleggja og þann þriðja að vinna í sprunguviðgerðum. Svo er maður líka í alls konar skítavinnu eins og að brjóta og slípa.“ Þótt Eyjólfur hafi útskrifast í fyrra hefur hann þó starfað við fagið í nokkur ár. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2025 Eyjólfur kynntist starfinu upphaflega í sumarvinnu og fannst það svo skemmtilegt að hann sótti um í Tækniskólanum „Ég stefni á að taka meistarann seinna en er ekkert að flýta mér.“ En hvað er það helst við starf múrara sem fólk veit ekki almennt? „Starfið er léttara en margur heldur og þá meina ég þetta er ekki eins erfið líkamleg vinna og margir halda.“ Á hverju vori taka útvarpsstöðin X977 og Sindri höndum saman og verðlauna iðnaðarmann ársins. Iðnaðarmenn geta skráð sig til leiks og almenningur getur einnig tilnefnt uppáhalds iðnaðarmanninn sinn. Dómnefnd velur að lokum átta iðnaðarmenn úr sem þjóðin kýs á milli hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins fær í verðlaun glæsilegan pakka frá Sindra sem inniheldur alklæðnað frá Blåkläder og sex véla sett frá DeWalt. „Ætli ég sé ekki mest spenntur fyrir brotvélinni en það er hægt að nota hana í svo mörg ólík verk.“ Hann ætlar að njóta sumarsins á Íslandi og stefnir m.a. á Þjóðhátíð í Eyjum. „Ég hef aldrei skilið fólk sem fer til útlanda yfir sumartímann. Mér finnst best að njóta íslenska sumarsins og kíkja frekar til útlanda yfir háveturinn. Það fer líka vel saman við starfið því það er alltaf mikið að gera hjá okkur á sumrin. Kannski kíki ég í sólina þegar kuldinn og myrkrið verður sem mest næsta vetur.“ Við óskum Eyjólfi til hamingju með titilinn. Iðnaðarmaður ársins X977 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Sjá meira
Eyjólfur verður 24 ára í næsta mánuði og er með sveinspróf í múraraiðn. Hann á kærustu og starfar í dag hjá Múrþjónustu Helga Þorsteins sem er staðsett í Hveragerði en mest vinnur hann þó á höfuðborgarsvæðinu. Í frítíma sínum spilar hann golf og hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð. „Starf múrara er mjög fjölbreytt og enginn dagur eins,“ segir Eyjólfur. „Einn daginn er ég að flota, næsta kannski að flísaleggja og þann þriðja að vinna í sprunguviðgerðum. Svo er maður líka í alls konar skítavinnu eins og að brjóta og slípa.“ Þótt Eyjólfur hafi útskrifast í fyrra hefur hann þó starfað við fagið í nokkur ár. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2025 Eyjólfur kynntist starfinu upphaflega í sumarvinnu og fannst það svo skemmtilegt að hann sótti um í Tækniskólanum „Ég stefni á að taka meistarann seinna en er ekkert að flýta mér.“ En hvað er það helst við starf múrara sem fólk veit ekki almennt? „Starfið er léttara en margur heldur og þá meina ég þetta er ekki eins erfið líkamleg vinna og margir halda.“ Á hverju vori taka útvarpsstöðin X977 og Sindri höndum saman og verðlauna iðnaðarmann ársins. Iðnaðarmenn geta skráð sig til leiks og almenningur getur einnig tilnefnt uppáhalds iðnaðarmanninn sinn. Dómnefnd velur að lokum átta iðnaðarmenn úr sem þjóðin kýs á milli hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins fær í verðlaun glæsilegan pakka frá Sindra sem inniheldur alklæðnað frá Blåkläder og sex véla sett frá DeWalt. „Ætli ég sé ekki mest spenntur fyrir brotvélinni en það er hægt að nota hana í svo mörg ólík verk.“ Hann ætlar að njóta sumarsins á Íslandi og stefnir m.a. á Þjóðhátíð í Eyjum. „Ég hef aldrei skilið fólk sem fer til útlanda yfir sumartímann. Mér finnst best að njóta íslenska sumarsins og kíkja frekar til útlanda yfir háveturinn. Það fer líka vel saman við starfið því það er alltaf mikið að gera hjá okkur á sumrin. Kannski kíki ég í sólina þegar kuldinn og myrkrið verður sem mest næsta vetur.“ Við óskum Eyjólfi til hamingju með titilinn.
Iðnaðarmaður ársins X977 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Sjá meira