Mömmu þjálfarans fannst framkoma Bellingham viðbjóðsleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 06:46 Jude Bellingham var mjög ósáttur með Stephanie Frappart dómara eftir að mark var dæmt af honum í tapleiknum á móti Senegal. Getty/Carl Recine Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, segist alveg skilja gagnrýnina á framkomu stórstjörnunnar Jude Bellingham í tapleiknum á móti Senegal á þriðjudaginn. Bellingham reifst kröftulega við dómara leiksins eftir að jöfnunarmark hans var dæmt af. Hann hefði þá jafnað metin í 2-2 en Senegal vann á endanum 3-1. Tuchel ræddi framkomu Bellingham í viðtali við TalkSport. Hann varði sinn leikmann en skildi jafnframt þau þeirra sem eru ósátt með hann. Tuchel sagði meðal annars að móður hans hefði fundist framkoma Bellingham viðbjóðsleg. „Hann hefur eitthvað sérstakt. Hann kemur með þetta aukalega sem getur hjálpað okkur að ná markmiðum okkar. Hann þarf hins vegar að ná meiri stjórn á sjálfum sér. Hann þarf að stýra þessu í átt að mótherjanum, í átt að markinu en ekki í átt að því að ógna liðsfélögum eða vera of agressífur við liðsfélaga eða dómara,“ sagði Thomas Tuchel. „Hann hefur þennan eldmóð og ég vil ekki missa hann. Hann á að spila með þennan eldmóð því þar liggur styrkur hans. Þessum eldmóði fylgir ýmislegt sem liðsfélagar hans geta túlkað á annan hátt,“ sagði Tuchel. „Þú sérð hann stundum missa sig við dómara og láta reiði sína taka yfir. Við getum hjálpað honum að ná að stýra þessu í rétta átt. Hann hefur þetta aukalega sem erfitt er að finna,“ sagði Tuchel. „Þegar hann brosir þá heillar hann alla en stundum birtist reiðin, hungrið og eldmóðurinn. Það kemur út með þeim hætti sem sumum finnst vera viðbjóðslegt. Gott dæmi um það er móðir mín þegar hún situr fyrir fram sjónvarðið og sér þetta. Heilt yfir þá er ég samt mjög ánægður með hann því þetta er sérstakur strákur,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Bellingham reifst kröftulega við dómara leiksins eftir að jöfnunarmark hans var dæmt af. Hann hefði þá jafnað metin í 2-2 en Senegal vann á endanum 3-1. Tuchel ræddi framkomu Bellingham í viðtali við TalkSport. Hann varði sinn leikmann en skildi jafnframt þau þeirra sem eru ósátt með hann. Tuchel sagði meðal annars að móður hans hefði fundist framkoma Bellingham viðbjóðsleg. „Hann hefur eitthvað sérstakt. Hann kemur með þetta aukalega sem getur hjálpað okkur að ná markmiðum okkar. Hann þarf hins vegar að ná meiri stjórn á sjálfum sér. Hann þarf að stýra þessu í átt að mótherjanum, í átt að markinu en ekki í átt að því að ógna liðsfélögum eða vera of agressífur við liðsfélaga eða dómara,“ sagði Thomas Tuchel. „Hann hefur þennan eldmóð og ég vil ekki missa hann. Hann á að spila með þennan eldmóð því þar liggur styrkur hans. Þessum eldmóði fylgir ýmislegt sem liðsfélagar hans geta túlkað á annan hátt,“ sagði Tuchel. „Þú sérð hann stundum missa sig við dómara og láta reiði sína taka yfir. Við getum hjálpað honum að ná að stýra þessu í rétta átt. Hann hefur þetta aukalega sem erfitt er að finna,“ sagði Tuchel. „Þegar hann brosir þá heillar hann alla en stundum birtist reiðin, hungrið og eldmóðurinn. Það kemur út með þeim hætti sem sumum finnst vera viðbjóðslegt. Gott dæmi um það er móðir mín þegar hún situr fyrir fram sjónvarðið og sér þetta. Heilt yfir þá er ég samt mjög ánægður með hann því þetta er sérstakur strákur,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira