„Óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 12:00 Elísabet Gunnarsdóttir er á leið á EM í Sviss sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hún tók við liðinu í janúar. Getty/Alex Bierens de Haan Samkvæmt belgískum miðlum kom ekkert sérstaklega á óvart í vali Elísabetar Gunnarsdóttur á EM-hópi Belgíu fyrir mótið sem hefst í Sviss eftir þrjár vikur. Hún segir sjálf óhjákvæmilegt að nú séu einhers staðar brostin hjörtu. Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir. EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira