Menningarveisla í allt sumar á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2025 20:05 Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima, sem býður alla velkomna á Sólheima í sumar á 95 ára afmælinu og njóta þess, sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður ekki slegið slöku við á Sólheimum í Grímsnesi í sumar því þar verður menningarveisla með fjölbreyttum sýningum og tónleikum alla laugardaga með landsþekktu tónlistarfólki. Það sem meira er, staðurinn fagnar 95 ára afmæli 5. júlí en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima þann dag 1930, þá 28 ára gömul. Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira
Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar
Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira