Sara Björk sá vel um sínar og Ísland mætir Norður-Írlandi í umspili Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:27 Sara Björk dró Íslandi eins slakan andstæðing og hægt var að óska eftir. UEFA Ísland mun mæta Norður-Írlandi í umspili upp á sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og erindreki UEFA, dró liðin upp úr pottinum og sá vel um sínar konur. Sara var að draga fyrir UEFA í fyrsta sinn og gerði vel fyrir Ísland, dró Norður-Írland fyrst og svo Ísland upp úr pottinum. Sem er jákvætt fyrir stelpurnar okkar, Norður-Írland er nefnilega í neðsta sæti á heimslistanum af mögulegum andstæðingum. Aðeins í 44. sæti en til samanburðar situr Ísland í 13. sæti. Alls átta lið voru í pottinum, fjögur sem enduðu í þriðja sæti í A-deildarriðli (Ísland, Austurríki, Belgía og Danmörk) og fjögur sem enduðu í öðru sæti í B-deildarriðli (Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland). Ísland hefði því getað dregist gegn töluvert sterkari andstæðingum, Tékkland er í 30. sæti, Írland er í 26. sæti og Finnland í 25. sæti á heimslistanum. Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki Ísland mun spila tveggja leikja einvígi gegn Norður-Írlandi upp á sæti í A-deild þegar Þjóðadeildin hefst aftur í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir verða spilaðir í október á þessu ári, fyrri leikurinn erlendis og seinni leikurinn á Laugardalsvelli. Algjört lykilatriði er fyrir Ísland að halda sæti sínu í A-deildinni, því fylgir aukið fjármagn, leikir gegn betri andstæðingum og leiðin á HM í Brasilíu verður mun greiðari. Ef Ísland heldur sæti sínu í A-deild sleppur liðið við að mæta öðrum liðum úr A-deildinni í umspili upp á HM-sæti. Áður en að umspilsleikjum Þjóðadeildarinnar kemur er Ísland á leiðinni á EM í Sviss. Stelpurnar okkar spila æfingaleik við Serbíu áður en mótið hefst 2. júlí. Ísland er í riðli með Noregi, Finnlandi og Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01 Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Sara var að draga fyrir UEFA í fyrsta sinn og gerði vel fyrir Ísland, dró Norður-Írland fyrst og svo Ísland upp úr pottinum. Sem er jákvætt fyrir stelpurnar okkar, Norður-Írland er nefnilega í neðsta sæti á heimslistanum af mögulegum andstæðingum. Aðeins í 44. sæti en til samanburðar situr Ísland í 13. sæti. Alls átta lið voru í pottinum, fjögur sem enduðu í þriðja sæti í A-deildarriðli (Ísland, Austurríki, Belgía og Danmörk) og fjögur sem enduðu í öðru sæti í B-deildarriðli (Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland). Ísland hefði því getað dregist gegn töluvert sterkari andstæðingum, Tékkland er í 30. sæti, Írland er í 26. sæti og Finnland í 25. sæti á heimslistanum. Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki Ísland mun spila tveggja leikja einvígi gegn Norður-Írlandi upp á sæti í A-deild þegar Þjóðadeildin hefst aftur í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir verða spilaðir í október á þessu ári, fyrri leikurinn erlendis og seinni leikurinn á Laugardalsvelli. Algjört lykilatriði er fyrir Ísland að halda sæti sínu í A-deildinni, því fylgir aukið fjármagn, leikir gegn betri andstæðingum og leiðin á HM í Brasilíu verður mun greiðari. Ef Ísland heldur sæti sínu í A-deild sleppur liðið við að mæta öðrum liðum úr A-deildinni í umspili upp á HM-sæti. Áður en að umspilsleikjum Þjóðadeildarinnar kemur er Ísland á leiðinni á EM í Sviss. Stelpurnar okkar spila æfingaleik við Serbíu áður en mótið hefst 2. júlí. Ísland er í riðli með Noregi, Finnlandi og Sviss.
Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01 Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01
Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13
Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15