Í bann fyrir að hylja skilaboð gegn hommafælni Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 09:46 Nemanja Matic hefur spilað í Frakklandi frá 2023 en var áður hjá Roma, Manchester United og Chelsea. Getty Serbinn Nemanja Matic, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Chelsea, og Egyptinn Ahmed Hassan hafa verið dæmdir í leikbann í Frakklandi, fyrir að hylja skilaboð gegn hommafælni. Síðustu fimm ár hefur franska 1. deildin í fótbolta lagt baráttunni gegn hommafælni lið með því að leikmenn spili eina umferð með regnbogamerki á búningum sínum. Þetta hefur mætt andstöðu hjá einstaka leikmönnum í deildinni og huldi Matic merkið í leik með Lyon gegn Angers í lokaumferðinni 17. maí, líkt og Hassan gerði í leik með Le Havre gegn Strasbourg. Þeir hafa nú hvor um sig hlotið tveggja leikja bann, auk tveggja leikja skilorðsbundins banns. Samningur Matic rennur út í lok þessa mánaðar og því óvíst að hann spili áfram í Frakklandi. Egypski framherjinn Mostafa Mohamed kaus að spila ekki með liði sínu Nantes í lokaumferðinni, vegna herferðarinnar gegn hommafælni. „Ég trúi á gagnkvæma virðingu. Virðinguna sem við þurfum að sýna öðrum en einnig virðinguna sem við verðum að sýna okkur sjálfum og okkar trú. Hvað mig varðar þá gera ákveðin gildi, sem eiga sér djúpar rætur í mínum bakgrunni og trúarbrögðum, mér erfitt fyrir að taka þátt í þessu framtaki,“ sagði Mohamed á Instagram-síðu sinni fyrir leik. Á síðustu leiktíð var Mohamed Camara, þá miðjumaður Monaco, dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að líma yfir regnbogamerki á treyju sinni. Nokkrir leikmenn Toulouse slepptu leik árið 2023 og sagði félagið það vera vegna óánægju þeirra með að þeir væru nýttir til að styðja við LGBT-fólk. Franski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Sjá meira
Síðustu fimm ár hefur franska 1. deildin í fótbolta lagt baráttunni gegn hommafælni lið með því að leikmenn spili eina umferð með regnbogamerki á búningum sínum. Þetta hefur mætt andstöðu hjá einstaka leikmönnum í deildinni og huldi Matic merkið í leik með Lyon gegn Angers í lokaumferðinni 17. maí, líkt og Hassan gerði í leik með Le Havre gegn Strasbourg. Þeir hafa nú hvor um sig hlotið tveggja leikja bann, auk tveggja leikja skilorðsbundins banns. Samningur Matic rennur út í lok þessa mánaðar og því óvíst að hann spili áfram í Frakklandi. Egypski framherjinn Mostafa Mohamed kaus að spila ekki með liði sínu Nantes í lokaumferðinni, vegna herferðarinnar gegn hommafælni. „Ég trúi á gagnkvæma virðingu. Virðinguna sem við þurfum að sýna öðrum en einnig virðinguna sem við verðum að sýna okkur sjálfum og okkar trú. Hvað mig varðar þá gera ákveðin gildi, sem eiga sér djúpar rætur í mínum bakgrunni og trúarbrögðum, mér erfitt fyrir að taka þátt í þessu framtaki,“ sagði Mohamed á Instagram-síðu sinni fyrir leik. Á síðustu leiktíð var Mohamed Camara, þá miðjumaður Monaco, dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að líma yfir regnbogamerki á treyju sinni. Nokkrir leikmenn Toulouse slepptu leik árið 2023 og sagði félagið það vera vegna óánægju þeirra með að þeir væru nýttir til að styðja við LGBT-fólk.
Franski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Sjá meira