Robertson vildi ekki ræða Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2025 08:51 Andrew Robertson, fyrirliði skoska landsliðsins, var tekinn tali á Hampden Park. Hann vildi lítið ræða félagslið sitt. Vísir Andrew Robertson, fyrirliði skoska landsliðsins og leikmaður Liverpool á Englandi, vildi ekki ræða félagsliðið sitt í viðtölum fyrir landsleik Skota við Ísland sem fram fer í kvöld. Robertson var tekinn tali á Hampden Park í Glasgow í gær en undirritaður fékk þá beiðni frá skoska knattspyrnusambandinu að ekki spyrja Robertson út í Liverpool. Hann nennti ekki að ræða félagslið sitt. Það virðist sem skoskir blaðamenn hafi fengið álíka tilmæli þar sem Robertson var lítið sem ekkert spurður út í félagslið sitt á blaðamannafundi í gær. Liverpool er sagt vera að klófesta Ungverjann Milos Kerkez frá Bournemouth en sá leikur sem vinstri bakvörður, líkt og Robertson. Leiktími Skotans gæti því farið minnkandi á næstu leiktíð en fastlega er búist við því að Kostas Tsimikas yfirgefi Liverpool við tilkomu Kerkez. Robertson er fæddur og uppalinn hér í Glasgow en Celtic leysti hann undan samningi þegar hann var 15 ára gamall. Hann kom sér þá að hjá áhugamannaliði Queen's Park. Eftir eina leiktíð þar og eina hjá Dundee United fór hann til Hull City á Englandi en fann svo sinn samastað hjá Liverpool árið 2017. Robertson hefur spilað tæplega 350 leiki fyrir Bítlaborgarliðið og verið meðal betri vinstri bakvarða heims undanfarin ár. Viðtalið við Robertson þar sem Liverpool kemur ekki við sögu, má sjá í spilaranum. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Skoski boltinn Enski boltinn Skotland Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Robertson var tekinn tali á Hampden Park í Glasgow í gær en undirritaður fékk þá beiðni frá skoska knattspyrnusambandinu að ekki spyrja Robertson út í Liverpool. Hann nennti ekki að ræða félagslið sitt. Það virðist sem skoskir blaðamenn hafi fengið álíka tilmæli þar sem Robertson var lítið sem ekkert spurður út í félagslið sitt á blaðamannafundi í gær. Liverpool er sagt vera að klófesta Ungverjann Milos Kerkez frá Bournemouth en sá leikur sem vinstri bakvörður, líkt og Robertson. Leiktími Skotans gæti því farið minnkandi á næstu leiktíð en fastlega er búist við því að Kostas Tsimikas yfirgefi Liverpool við tilkomu Kerkez. Robertson er fæddur og uppalinn hér í Glasgow en Celtic leysti hann undan samningi þegar hann var 15 ára gamall. Hann kom sér þá að hjá áhugamannaliði Queen's Park. Eftir eina leiktíð þar og eina hjá Dundee United fór hann til Hull City á Englandi en fann svo sinn samastað hjá Liverpool árið 2017. Robertson hefur spilað tæplega 350 leiki fyrir Bítlaborgarliðið og verið meðal betri vinstri bakvarða heims undanfarin ár. Viðtalið við Robertson þar sem Liverpool kemur ekki við sögu, má sjá í spilaranum. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Skoski boltinn Enski boltinn Skotland Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira