Kökuskreytingar og þjóðdansar á „Fjör í Flóa“ í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2025 12:18 Dráttarvélasýningin á „Fjör í Flóa“ vekur alltaf mikla athygli. Aðsend Dráttarvélasýning, saumasýning, kökuskreytingakeppni og þjóðdansar, auk vöfflubaksturs verður meðal annars á boðstólnum í dag á hátíðinni „Fjör í Flóa“ í Flóahreppi austan við Selfoss. „Fjör í Flóa“ er fjölskyldu og menningarhátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við hæfi. Hátíðin hófst í gær með fjölbreyttri dagskrá, meðal annars fjölskyldu kvöldgöngu í gærkvöldi þar sem gengið var í eina og hálfa klukkustund í kringum vatnið á bænum Dalbæ og komið við í svokölluðum Haugshellum. Í dag verður líka mikið um að vera eins og Sigrún Hrefna Arnardóttir, formaður menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Flóahrepps þekkir manna best. Dagskráin byrjaði í Þingborg, félagsheimili sveitarinnar klukkan 12:00 en þar er opið hús til klukkan 17:00 í dag. „Það verður dráttarvélasýning, við erum með kökuskreytingakeppni, hjólarallý og svo ætla Solla og Halla í Latabæ að kíkja á okkur. Svo erum við með verðlaunaafhendingu og svo ætla Fríða Hansen og Alexander Freyr að koma og spila fyrir okkur. Svo verðum við með sýningu frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,“ segir Sigrún Hrefna. Mikil og góð þátttaka var í göngunni í gærkvöldi.Aðsend Svo verða sölubásar í Þingborg, saumavélasýning, fatamarkaður og kvenfélagið með sína landsfrægu vöfflusölu og kökubasar. Sigrún Hrefna Arnardóttir, formaður menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Flóahrepps.Aðsend „Þetta er alveg geggjuð dagskrá, við hvetjum alla til að koma. Við ætlum líka að sýna kornskurðarvél frá Flóakorni, hún verður á túninu hjá okkur og það verður bara líf og fjör og æðisleg stemning í allan dag“, segir Sigrún Hrefna. Ekkert kostar inn á hátíðina. „Við erum bara ótrúlega spennt og hlökkum bara til að sjá alla í dag, þetta verður bara skemmtilegt enda frábært veður og allir mjög spenntir fyrir deginum“, segir Sigrún Hrefna að lokum. Hér er hægt að sjá dagskrá hátíðarinnar í heild sinni.Aðsend Flóahreppur Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Fjör í Flóa“ er fjölskyldu og menningarhátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við hæfi. Hátíðin hófst í gær með fjölbreyttri dagskrá, meðal annars fjölskyldu kvöldgöngu í gærkvöldi þar sem gengið var í eina og hálfa klukkustund í kringum vatnið á bænum Dalbæ og komið við í svokölluðum Haugshellum. Í dag verður líka mikið um að vera eins og Sigrún Hrefna Arnardóttir, formaður menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Flóahrepps þekkir manna best. Dagskráin byrjaði í Þingborg, félagsheimili sveitarinnar klukkan 12:00 en þar er opið hús til klukkan 17:00 í dag. „Það verður dráttarvélasýning, við erum með kökuskreytingakeppni, hjólarallý og svo ætla Solla og Halla í Latabæ að kíkja á okkur. Svo erum við með verðlaunaafhendingu og svo ætla Fríða Hansen og Alexander Freyr að koma og spila fyrir okkur. Svo verðum við með sýningu frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,“ segir Sigrún Hrefna. Mikil og góð þátttaka var í göngunni í gærkvöldi.Aðsend Svo verða sölubásar í Þingborg, saumavélasýning, fatamarkaður og kvenfélagið með sína landsfrægu vöfflusölu og kökubasar. Sigrún Hrefna Arnardóttir, formaður menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Flóahrepps.Aðsend „Þetta er alveg geggjuð dagskrá, við hvetjum alla til að koma. Við ætlum líka að sýna kornskurðarvél frá Flóakorni, hún verður á túninu hjá okkur og það verður bara líf og fjör og æðisleg stemning í allan dag“, segir Sigrún Hrefna. Ekkert kostar inn á hátíðina. „Við erum bara ótrúlega spennt og hlökkum bara til að sjá alla í dag, þetta verður bara skemmtilegt enda frábært veður og allir mjög spenntir fyrir deginum“, segir Sigrún Hrefna að lokum. Hér er hægt að sjá dagskrá hátíðarinnar í heild sinni.Aðsend
Flóahreppur Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“