Kökuskreytingar og þjóðdansar á „Fjör í Flóa“ í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2025 12:18 Dráttarvélasýningin á „Fjör í Flóa“ vekur alltaf mikla athygli. Aðsend Dráttarvélasýning, saumasýning, kökuskreytingakeppni og þjóðdansar, auk vöfflubaksturs verður meðal annars á boðstólnum í dag á hátíðinni „Fjör í Flóa“ í Flóahreppi austan við Selfoss. „Fjör í Flóa“ er fjölskyldu og menningarhátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við hæfi. Hátíðin hófst í gær með fjölbreyttri dagskrá, meðal annars fjölskyldu kvöldgöngu í gærkvöldi þar sem gengið var í eina og hálfa klukkustund í kringum vatnið á bænum Dalbæ og komið við í svokölluðum Haugshellum. Í dag verður líka mikið um að vera eins og Sigrún Hrefna Arnardóttir, formaður menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Flóahrepps þekkir manna best. Dagskráin byrjaði í Þingborg, félagsheimili sveitarinnar klukkan 12:00 en þar er opið hús til klukkan 17:00 í dag. „Það verður dráttarvélasýning, við erum með kökuskreytingakeppni, hjólarallý og svo ætla Solla og Halla í Latabæ að kíkja á okkur. Svo erum við með verðlaunaafhendingu og svo ætla Fríða Hansen og Alexander Freyr að koma og spila fyrir okkur. Svo verðum við með sýningu frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,“ segir Sigrún Hrefna. Mikil og góð þátttaka var í göngunni í gærkvöldi.Aðsend Svo verða sölubásar í Þingborg, saumavélasýning, fatamarkaður og kvenfélagið með sína landsfrægu vöfflusölu og kökubasar. Sigrún Hrefna Arnardóttir, formaður menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Flóahrepps.Aðsend „Þetta er alveg geggjuð dagskrá, við hvetjum alla til að koma. Við ætlum líka að sýna kornskurðarvél frá Flóakorni, hún verður á túninu hjá okkur og það verður bara líf og fjör og æðisleg stemning í allan dag“, segir Sigrún Hrefna. Ekkert kostar inn á hátíðina. „Við erum bara ótrúlega spennt og hlökkum bara til að sjá alla í dag, þetta verður bara skemmtilegt enda frábært veður og allir mjög spenntir fyrir deginum“, segir Sigrún Hrefna að lokum. Hér er hægt að sjá dagskrá hátíðarinnar í heild sinni.Aðsend Flóahreppur Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Sjá meira
„Fjör í Flóa“ er fjölskyldu og menningarhátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við hæfi. Hátíðin hófst í gær með fjölbreyttri dagskrá, meðal annars fjölskyldu kvöldgöngu í gærkvöldi þar sem gengið var í eina og hálfa klukkustund í kringum vatnið á bænum Dalbæ og komið við í svokölluðum Haugshellum. Í dag verður líka mikið um að vera eins og Sigrún Hrefna Arnardóttir, formaður menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Flóahrepps þekkir manna best. Dagskráin byrjaði í Þingborg, félagsheimili sveitarinnar klukkan 12:00 en þar er opið hús til klukkan 17:00 í dag. „Það verður dráttarvélasýning, við erum með kökuskreytingakeppni, hjólarallý og svo ætla Solla og Halla í Latabæ að kíkja á okkur. Svo erum við með verðlaunaafhendingu og svo ætla Fríða Hansen og Alexander Freyr að koma og spila fyrir okkur. Svo verðum við með sýningu frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,“ segir Sigrún Hrefna. Mikil og góð þátttaka var í göngunni í gærkvöldi.Aðsend Svo verða sölubásar í Þingborg, saumavélasýning, fatamarkaður og kvenfélagið með sína landsfrægu vöfflusölu og kökubasar. Sigrún Hrefna Arnardóttir, formaður menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Flóahrepps.Aðsend „Þetta er alveg geggjuð dagskrá, við hvetjum alla til að koma. Við ætlum líka að sýna kornskurðarvél frá Flóakorni, hún verður á túninu hjá okkur og það verður bara líf og fjör og æðisleg stemning í allan dag“, segir Sigrún Hrefna. Ekkert kostar inn á hátíðina. „Við erum bara ótrúlega spennt og hlökkum bara til að sjá alla í dag, þetta verður bara skemmtilegt enda frábært veður og allir mjög spenntir fyrir deginum“, segir Sigrún Hrefna að lokum. Hér er hægt að sjá dagskrá hátíðarinnar í heild sinni.Aðsend
Flóahreppur Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Sjá meira