Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. maí 2025 12:16 Ástvaldur Mateusz Kristjánsson er reynslunni ríkari eftir Hússtjórnarskólann. Aðsend „Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó,“ segir hinn nítján ára gamli Ástvaldur Mateusz Kristjánsson sem var að ljúka við ævintýraríkt ár í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði ýmislegt nýtt. Blaðamaður ræddi við hann um nám hans við Húsó, lífið og tilveruna og framtíðardrauma. Ástvaldur er fæddur árið 2006 og uppalinn á Þingeyri á Vestfjörðum. Hann ákvað að taka sér ársleyfi úr menntaskóla og vildi nýta tímann til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Ég skráði mig því í Hússtjórnarskólann í Reykjavík,“ segir Ástvaldur og brosir. Úr landsbyggðinni í heimavist hjá Húsó „Ég frétti fyrst af Húsó frá vinkonu systur minnar sem var í skólanum og hún mælti með því. Ég kynnti mér skólann, las alla vefsíðuna þeirra tvisvar til að vera alveg klár á því hvað ég væri að koma mér í og skráði mig loks. Svo var mikill plús fyrir mér að það var heimavist en við vorum nokkur frá landsbyggðinni sem bjuggum á heimavistinni.“ Bekkurinn hans Ástvaldar í Húsó er mjög samheldinn.Aðsend Hann segist mjög þakklátur fyrir þá ákvörðun og saknar strax skólans. „Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó. Ég var svo heppinn með hópinn af samnemendum mínum og það var heiður að ná að vera nemandi við skólann á síðustu önnina hennar Eddu Guðmundsdóttur sem var búin að vinna í Húsó í 32 ár. Eftir að Húsó kláraðist var ég í hálfgerðu sjokki að mæta ekki lengur í skólann daglega og sjá alla samnemendurna. Það mynduðust svo mikil tengsl okkar á milli, við erum að vinna svo mikið saman og læra af hvert öðru sem dró okkur enn meira saman.“ Braut reglurnar við matarborðið nokkuð oft Ástvaldur lærði ótal margt nytsamlegt og skemmtilegt að eigin sögn. „Það sem mér finnst standa mest upp úr náminu eru hefðirnar, vefnaðurinn og fyrirlestrarnir. Mér finnst svo gaman að þekkja og reyna læra gamlar hefðir, hvað má og hvað má ekki gera við matarborðið en ég braut þær reglur nokkuð oft. Það var lærdómsríkt að skilja hvernig skal skúra rétt og hvort það eigi að hræra bara í klukku-hring eða hvort það megi fara í öfuga átt.“ View this post on Instagram A post shared by Ástvaldur (@astvaldurmk10) Að sama skapi var mikill lærdómur dreginn af því sem þau lærðu utan hefðbundinnar kennslu. „Húsó fór með okkur í lítinn hring um Reykjavíkurborg og sagði okkur sögur frá legsteinum sem leynast hér og þar. Við fórum á landnámssafnið í Aðalstræti, fengum leiðsögn um Hólavallagarð, lærðum um vökukonuna Guðrúnu Oddsdóttur og margt fleira skemmtilegt. Við fengum sem dæmi fyrirlestur um lán frá Aurbjörgu og erindi frá hárgreiðslumeistara og förðunarfræðingi frá Moondust. Halli kennari kenndi okkur svo að tálga, spasla, tengja ljós, um ljósmyndun, allt um verkfærin og fleira spennandi. Ég get ómögulega nefnt alla fyrirlestra sem við fengum því þeir voru margir og allir virkilega áhugaverðir.“ Kennararnir ljúfir og þolinmóðir Vefnaðurinn heillaði Ástvald gríðarlega. „Við lærðum að lesa uppskriftir, sitja í stól og vefa fjögur eða fimm verkefni. Í vefstofunni gat ég setið með sögu í eyrunum daginn inn og út að dunda mér við að skutla þráðunum á milli uppistöðunnar.“ Góðir vinir í nýprjónuðum peysum á sólríkri stund í Reykjavík.Aðsend Þegar námið hófst var Ástvaldur að búast við miklum aga og að kennararnir yrðu mjög strangir. „Ég hélt að kennararnir sem hafa haldið fast í elstu íslensku hefðirnar ætluðu sko sannarlega að kenna okkur þær. Það kom mér hvað mest á óvart að það voru allir svo ljúfir og þolinmóðir. Húsó er mjög afslappaður og rólegur skóli. Verkefnin eru mjög tímafrek og maður þarf að sitja við þau og klára en við gerðum það alltaf öll saman inni í Hofi, í nærveru hvers annars og spjölluðum og hlógum langt fram á kvöld.“ Skemmtilegast að sauma Handavinna hefur lengi vel verið áhugamál hjá Ástvaldi. „Áður en ég fór í Húsó var ég að prjóna peysur á vini mína og hafði verið að sauma í grunnskóla en hafði ekkert aðgengi að því eftir útskrift. Ég reyndi einu sinni að læra hekla fyrir Húsó og það gekk aldrei upp en ég lærði það heldur betur í Húsó.“ Af sautján nemendum voru tveir strákar í bekknum.Aðsend Kynjahlutfallið í skólanum er mjög ójafnt en af sautján nemendum voru einungis tveir strákar. „Það virðast ekki vera margir karlmenn sem eru mikið í handavinnu. Við vorum tveir strákar í bekknum og báðir kallaðir Matti sem var svolítið ruglandi,“ segir hann kíminn og bætir við að hann haldi að ári áður hafi enginn karlmaður verið í náminu. Þrátt fyrir að það séu ekki margir strákar að sækja um þá gæti ég ekki mælt meira með því fyrir öll kyn. Ástvaldur elskar að sauma og sér fram á að halda því áfram ótrauður. „Ég hef svo mikinn áhuga á ýmis konar saumaskap hvort sem það er að sauma föt, töskur, útsaum eða annað. Við lærðum að gera barnaföt, flík á okkur sjálf og margt fleira í útsaum. Það er svo gaman að geta saumað flík á sig sjálfan því þú stjórnar því algjörlega hvað þú gerir eða hverju þú vilt bæta við.“ Jákvætt hugarfar og mikil gleði Það er margt spennandi á döfinni hjá Ástvaldi sem leyfir sér alltaf að fylgja hjartanu. „Eftir að saumaástríða kviknaði hjá mér ákvað ég að sækja um í fatatækni hjá Tækniskólanum og bíð spenntur eftir svari. Svo stefni ég hiklaust á að fara í lýðháskóla erlendis á einhverjum tímapunkti. Annars veit ég ekki hvert lífið stefnir, ég er aldrei með einn afmarkaðan draum því ég leyfi mér alltaf að gera það sem mér finnst skemmtilegast. Ég sigli í gegnum lífið með jákvæðu hugarfari og vona það besta,“ segir hann brosandi að lokum. Húsráð Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Ástvaldur er fæddur árið 2006 og uppalinn á Þingeyri á Vestfjörðum. Hann ákvað að taka sér ársleyfi úr menntaskóla og vildi nýta tímann til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Ég skráði mig því í Hússtjórnarskólann í Reykjavík,“ segir Ástvaldur og brosir. Úr landsbyggðinni í heimavist hjá Húsó „Ég frétti fyrst af Húsó frá vinkonu systur minnar sem var í skólanum og hún mælti með því. Ég kynnti mér skólann, las alla vefsíðuna þeirra tvisvar til að vera alveg klár á því hvað ég væri að koma mér í og skráði mig loks. Svo var mikill plús fyrir mér að það var heimavist en við vorum nokkur frá landsbyggðinni sem bjuggum á heimavistinni.“ Bekkurinn hans Ástvaldar í Húsó er mjög samheldinn.Aðsend Hann segist mjög þakklátur fyrir þá ákvörðun og saknar strax skólans. „Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó. Ég var svo heppinn með hópinn af samnemendum mínum og það var heiður að ná að vera nemandi við skólann á síðustu önnina hennar Eddu Guðmundsdóttur sem var búin að vinna í Húsó í 32 ár. Eftir að Húsó kláraðist var ég í hálfgerðu sjokki að mæta ekki lengur í skólann daglega og sjá alla samnemendurna. Það mynduðust svo mikil tengsl okkar á milli, við erum að vinna svo mikið saman og læra af hvert öðru sem dró okkur enn meira saman.“ Braut reglurnar við matarborðið nokkuð oft Ástvaldur lærði ótal margt nytsamlegt og skemmtilegt að eigin sögn. „Það sem mér finnst standa mest upp úr náminu eru hefðirnar, vefnaðurinn og fyrirlestrarnir. Mér finnst svo gaman að þekkja og reyna læra gamlar hefðir, hvað má og hvað má ekki gera við matarborðið en ég braut þær reglur nokkuð oft. Það var lærdómsríkt að skilja hvernig skal skúra rétt og hvort það eigi að hræra bara í klukku-hring eða hvort það megi fara í öfuga átt.“ View this post on Instagram A post shared by Ástvaldur (@astvaldurmk10) Að sama skapi var mikill lærdómur dreginn af því sem þau lærðu utan hefðbundinnar kennslu. „Húsó fór með okkur í lítinn hring um Reykjavíkurborg og sagði okkur sögur frá legsteinum sem leynast hér og þar. Við fórum á landnámssafnið í Aðalstræti, fengum leiðsögn um Hólavallagarð, lærðum um vökukonuna Guðrúnu Oddsdóttur og margt fleira skemmtilegt. Við fengum sem dæmi fyrirlestur um lán frá Aurbjörgu og erindi frá hárgreiðslumeistara og förðunarfræðingi frá Moondust. Halli kennari kenndi okkur svo að tálga, spasla, tengja ljós, um ljósmyndun, allt um verkfærin og fleira spennandi. Ég get ómögulega nefnt alla fyrirlestra sem við fengum því þeir voru margir og allir virkilega áhugaverðir.“ Kennararnir ljúfir og þolinmóðir Vefnaðurinn heillaði Ástvald gríðarlega. „Við lærðum að lesa uppskriftir, sitja í stól og vefa fjögur eða fimm verkefni. Í vefstofunni gat ég setið með sögu í eyrunum daginn inn og út að dunda mér við að skutla þráðunum á milli uppistöðunnar.“ Góðir vinir í nýprjónuðum peysum á sólríkri stund í Reykjavík.Aðsend Þegar námið hófst var Ástvaldur að búast við miklum aga og að kennararnir yrðu mjög strangir. „Ég hélt að kennararnir sem hafa haldið fast í elstu íslensku hefðirnar ætluðu sko sannarlega að kenna okkur þær. Það kom mér hvað mest á óvart að það voru allir svo ljúfir og þolinmóðir. Húsó er mjög afslappaður og rólegur skóli. Verkefnin eru mjög tímafrek og maður þarf að sitja við þau og klára en við gerðum það alltaf öll saman inni í Hofi, í nærveru hvers annars og spjölluðum og hlógum langt fram á kvöld.“ Skemmtilegast að sauma Handavinna hefur lengi vel verið áhugamál hjá Ástvaldi. „Áður en ég fór í Húsó var ég að prjóna peysur á vini mína og hafði verið að sauma í grunnskóla en hafði ekkert aðgengi að því eftir útskrift. Ég reyndi einu sinni að læra hekla fyrir Húsó og það gekk aldrei upp en ég lærði það heldur betur í Húsó.“ Af sautján nemendum voru tveir strákar í bekknum.Aðsend Kynjahlutfallið í skólanum er mjög ójafnt en af sautján nemendum voru einungis tveir strákar. „Það virðast ekki vera margir karlmenn sem eru mikið í handavinnu. Við vorum tveir strákar í bekknum og báðir kallaðir Matti sem var svolítið ruglandi,“ segir hann kíminn og bætir við að hann haldi að ári áður hafi enginn karlmaður verið í náminu. Þrátt fyrir að það séu ekki margir strákar að sækja um þá gæti ég ekki mælt meira með því fyrir öll kyn. Ástvaldur elskar að sauma og sér fram á að halda því áfram ótrauður. „Ég hef svo mikinn áhuga á ýmis konar saumaskap hvort sem það er að sauma föt, töskur, útsaum eða annað. Við lærðum að gera barnaföt, flík á okkur sjálf og margt fleira í útsaum. Það er svo gaman að geta saumað flík á sig sjálfan því þú stjórnar því algjörlega hvað þú gerir eða hverju þú vilt bæta við.“ Jákvætt hugarfar og mikil gleði Það er margt spennandi á döfinni hjá Ástvaldi sem leyfir sér alltaf að fylgja hjartanu. „Eftir að saumaástríða kviknaði hjá mér ákvað ég að sækja um í fatatækni hjá Tækniskólanum og bíð spenntur eftir svari. Svo stefni ég hiklaust á að fara í lýðháskóla erlendis á einhverjum tímapunkti. Annars veit ég ekki hvert lífið stefnir, ég er aldrei með einn afmarkaðan draum því ég leyfi mér alltaf að gera það sem mér finnst skemmtilegast. Ég sigli í gegnum lífið með jákvæðu hugarfari og vona það besta,“ segir hann brosandi að lokum.
Húsráð Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist