Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2025 16:02 Sævar Atli er orðinn leikmaður Brann Mynd: BRANN Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem hann þekkir frá fyrri tíð hjá Lyngby í Danmörku. Brann greindi frá félagsskiptunum rétt í þessu og hefur Sævar skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu til félagsins eftir að samningur hans við Lyngby rann út eftir yfirstandandi tímabil í Danmörku. „Brann var alltaf fyrsti kostur í mínum huga eftir að ég heyrði af áhuga félagsins. Ég hef heyrt góða hluti bæði um borgina sem og félagið,“ lætur Sævar Atli hafa eftir sér í tilkynningu Brann. Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum í viðræður. Samtalið milli hans og félagsins virðist hafa gengið vel því nú hefur Sævar skrifað undir samning. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) Hann mun þó ekki geta spilað með Brann fyrr en eftir 12.júlí þegar að félagsskiptaglugginn í Noregi opnar á nýjan leik. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby spilaði hann 126 leiki fyrir félagið, skoraði tuttugu mörk og gaf 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Viðtal við Sævar Atla, nýjan leikmann Brann má sjá hér fyrir neðan: Norski boltinn Tengdar fréttir Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09 Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Brann greindi frá félagsskiptunum rétt í þessu og hefur Sævar skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu til félagsins eftir að samningur hans við Lyngby rann út eftir yfirstandandi tímabil í Danmörku. „Brann var alltaf fyrsti kostur í mínum huga eftir að ég heyrði af áhuga félagsins. Ég hef heyrt góða hluti bæði um borgina sem og félagið,“ lætur Sævar Atli hafa eftir sér í tilkynningu Brann. Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum í viðræður. Samtalið milli hans og félagsins virðist hafa gengið vel því nú hefur Sævar skrifað undir samning. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) Hann mun þó ekki geta spilað með Brann fyrr en eftir 12.júlí þegar að félagsskiptaglugginn í Noregi opnar á nýjan leik. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby spilaði hann 126 leiki fyrir félagið, skoraði tuttugu mörk og gaf 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Viðtal við Sævar Atla, nýjan leikmann Brann má sjá hér fyrir neðan:
Norski boltinn Tengdar fréttir Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09 Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09