Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Nýverið barst þessi spurning: „Mig dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en maka mínum. Er mjög hamingjusöm í 16 ára löngu sambandi og kynlífið gott. Er undirmeðvitundin að segja mér eitthvað? Er stundum með þvílíkt samviskubit þegar ég vakna,“ - 34 ára gömul kona. Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira
Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira