Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2025 15:35 Lando Norris fagnar eftir kappaksturinn í Mónakó í dag. getty/Clive Rose Lando Norris á McLaren hrósaði sigri í Mónakó-kappakstrinum í dag. Þetta var áttunda keppni tímabilsins í Formúlu 1. Það er ávallt sami glamúrinn þegar Mónakó-kappaksturinn fer fram og voru ófáar stjörnurnar sem létu sjá sig á pöllunum. Norris var á ráspól, sem er einn mikilvægustu póla leiktíðarinnar þar sem framúrakstrar eru afar sjaldséðir á þröngri götubrautinni í Mónakó. Í von um að skapa meiri spennu settu stjórnarmenn Formúlunnar nýja reglu fyrir kappaksturinn í ár þar sem allir ökuþórar þurftu að skipta tvisvar um dekk á meðan honum stóð en jafnan skipta menn aðeins einu sinni á þessari braut. Spennan varð þó aldrei mjög mikil í dag. Athygli vakti þegar Pierre Gasly gerði klaufaleg mistök, eyðilagði dekk sitt og kláraði hringinn á þremur dekkjum áður en hann sagði sig úr keppni. Eftir að McLaren-mennirnir Norris og Piastri auk Charles Leclerc á Ferrari höfðu allir tekið sín tvö stopp var Max Verstappen fremstur í röðinni og hann geymdi hléið fram á síðustu stundu í von um að geta skipt um dekk á bakvið öryggisbíl og þannig haldið efsta sætinu. Það varð hins vegar ekki af því, Max Verstappen fór inn og fékk nýjan umgang á lokahringnum, Norris tók við forystunni og kom fyrstur í mark. Norris fagnaði því sigri í Mónakó í fyrsta sinn, Leclerc varð annar en Piastri þriðji. Staðan jafnast mjög í keppni ökuþóra þar sem Norris er nú, eftir fyrsta sigurinn síðan í fyrstu umferð, aðeins þremur stigum á eftir liðsfélaganum Piastri. Verstappen lenti í 4. sæti og er þriðji í stigakeppninni. Næsti kappakstur er strax næstu helgi í Barcelona á Spáni. Akstursíþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það er ávallt sami glamúrinn þegar Mónakó-kappaksturinn fer fram og voru ófáar stjörnurnar sem létu sjá sig á pöllunum. Norris var á ráspól, sem er einn mikilvægustu póla leiktíðarinnar þar sem framúrakstrar eru afar sjaldséðir á þröngri götubrautinni í Mónakó. Í von um að skapa meiri spennu settu stjórnarmenn Formúlunnar nýja reglu fyrir kappaksturinn í ár þar sem allir ökuþórar þurftu að skipta tvisvar um dekk á meðan honum stóð en jafnan skipta menn aðeins einu sinni á þessari braut. Spennan varð þó aldrei mjög mikil í dag. Athygli vakti þegar Pierre Gasly gerði klaufaleg mistök, eyðilagði dekk sitt og kláraði hringinn á þremur dekkjum áður en hann sagði sig úr keppni. Eftir að McLaren-mennirnir Norris og Piastri auk Charles Leclerc á Ferrari höfðu allir tekið sín tvö stopp var Max Verstappen fremstur í röðinni og hann geymdi hléið fram á síðustu stundu í von um að geta skipt um dekk á bakvið öryggisbíl og þannig haldið efsta sætinu. Það varð hins vegar ekki af því, Max Verstappen fór inn og fékk nýjan umgang á lokahringnum, Norris tók við forystunni og kom fyrstur í mark. Norris fagnaði því sigri í Mónakó í fyrsta sinn, Leclerc varð annar en Piastri þriðji. Staðan jafnast mjög í keppni ökuþóra þar sem Norris er nú, eftir fyrsta sigurinn síðan í fyrstu umferð, aðeins þremur stigum á eftir liðsfélaganum Piastri. Verstappen lenti í 4. sæti og er þriðji í stigakeppninni. Næsti kappakstur er strax næstu helgi í Barcelona á Spáni.
Akstursíþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira