Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 20:51 Ómvölurnar fundust að lokum. Kolbrún Birna Kona sem varð fyrir því óláni að henda óvart heyrnartólunum sínum í pappagám Sorpu fékk sannkallaða afbragðsþjónustu þegar hún sneri aftur, sex tímum síðar, til að endurheimta þau. Starfsmaður Sorpu leitaði hátt og lágt í gáminum þar til heyrnartólin fundust. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda. Góðverk Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda.
Góðverk Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira