Lífið samstarf

Iðnaðar­maður ársins 2025 - Elsa er komin í úr­slit

X977 & SINDRI
Untitled-5 (4)

Elsa Lillian Meibing Ívarsdóttir er rafvirki og komin í úrslit í Iðnaðarmanni ársins 2025 hjá X977 og Sindra. Þegar hún er ekki í vinnunni er hún að gera upp íbúð, hendir sér í ræktina og tekur einn og einn enduoro hring með pabba sínum. Tami Impala er uppáhalds hljómsveitin hennar og hún getur ekki verið án spótatangar, bítara og Wera skrúfujárns í vinnunni.Elsa svarar hér nokkrum laufléttum spurningum:

Hvenær ákvaðstu að gera það sem þú gerir? Eftir grunnskóla, daginn fyrir skilafrest á framhaldskólavali breytti ég í Tæknó.

Mikilvægasta áhaldið í verkfæratöskunni? Bítari, spóatöng og wera skrúfjárn.🫡

Hvernig ertu í annarri iðn? Værir þú liðtæk á 6 véla settið frá Sindra? Ágæt, maður bara finnur út úr hlutunum as you go.

Besti skyndibitinn? Kjúllaborgari á skalla.

Staðlað svar þegar ættingjarnir vilja fá þig til að “laga smá”? Jaaaa....gæti gerst eftir svona ár😅

Kaffi eða orkudrykkir? Orkudrykkir.

Leiðinlegasta húsverkið? Þvottur og brjóta saman.

Ef þú værir ekki rafvirki hvað værir þú þá? Kannski smiður.

Uppáhalds drykkur? Nocco ramonade.

Hvað fer í mest taugarnar á þér? Íslenska vegakerfið.

Besti staður á Íslandi? Hafravatn.

Heitur brauðréttur eða brauðterta? Heitur brauðréttur.

Hlustar þú á X977 í Peltor eða Airpods? Gamla góða útvarpið.

Stáltá eða strigaskór? Stáltá, inniskór þegar enginn sér til.

Tommustokkur eða málband? Málband.

Hvert er þitt stærsta afrek sem iðnaðarmaður? Kannski að fá rofastjóraréttindi🤔

En stærsta klúður? Þora ekki að biðja um launahækkun.

Hefurðu komist í gegnum fermingarveislu án þess að einhver fari að tala um það sem er bilað heima…hvort þú getir kannski kíkt á það? ...Ef að fólk fréttir að ég er rafvirki þá nei.


Kosning er nú í fullum gangi og hægt að kjósa sinn uppáhalds iðnaðarmann hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.