Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2025 12:02 Caroline Graham Hansen hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum fyrir Barcelona í vetur og getur orðið Evrópumeistari þriðja árið í röð með liðinu á laugardaginn. Hún mætir svo Íslandi í næstu viku. Getty/Maja Hitij Norska landsliðið mætir Íslandi með enn sterkari hóp en síðast og er núna með Caroline Graham Hansen til taks, fyrir leikinn mikilvæga í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í næstu viku. Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Ísland 30. maí og Sviss 3. júní, í lokaumferðum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Liverpool-stjarnan Sophie Román Haug var ekki valin og ekki heldur reynsluboltarnir Maren Mjelde og María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar ráðgjafa HSÍ. Mjelde ku þó eiga við meiðsli að stríða. Ísland, Noregur og Sviss eru í harðri baráttu um að halda sér í A-deild á meðan að Frakkland hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar, með því að vinna alla fjóra leiki sína. Hörð barátta um að halda sér uppi í aðdraganda HM Noregur er með 4 stig, Ísland 3 stig og Sviss 2 stig en neðsta liðið fellur beint niður í B-deild og næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild á næstu leiktíð. Liðið sem endar í 2. sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Sæti í A-deild er afar mikilvægt upp á baráttuna um sæti á næsta heimsmeistaramóti að gera. Graham Hansen, ein allra besta knattspyrnukona heims, er í norska hópnum eftir að hafa misst af markalausa jafnteflinu í Laugardal í apríl. Hún spilar fyrst stærsta leik ársins; úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu við Arsenal á laugardaginn. Það gera sömuleiðis Ingrid Syrstad Engen, einnig með Barcelona, og Frida Maanum með Arsenal, sem báðar eru í norska hópnum. Ísland og Noregur eiga svo einnig eftir að mætast á Evrópumótinu í júlí. Norski hópurinn gegn Íslandi og Sviss: Markmenn: Cecilie Fiskerstrand, Aurora Mikalsen, Selma Panengstuen Varnarmenn: Tuva Hansen, Guro Bergsvand, Marthine Østenstad, Thea Bjelde, Marit Bratberg Lund, Emilie Woldvik, Mathilde Hauge Harviken Miðjumenn: Ingrid Syrstad Engen, Vilde Bøe Risa, Justine Kielland, Lisa Naalsund, Frida Maanum, Karina Sævik Sóknarmenn: Guro Reiten, Celin Bizet Ildhusøy, Signe Gaupset, Synne Jensen, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg, Elisabeth Terland Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Ísland 30. maí og Sviss 3. júní, í lokaumferðum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Liverpool-stjarnan Sophie Román Haug var ekki valin og ekki heldur reynsluboltarnir Maren Mjelde og María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar ráðgjafa HSÍ. Mjelde ku þó eiga við meiðsli að stríða. Ísland, Noregur og Sviss eru í harðri baráttu um að halda sér í A-deild á meðan að Frakkland hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar, með því að vinna alla fjóra leiki sína. Hörð barátta um að halda sér uppi í aðdraganda HM Noregur er með 4 stig, Ísland 3 stig og Sviss 2 stig en neðsta liðið fellur beint niður í B-deild og næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild á næstu leiktíð. Liðið sem endar í 2. sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Sæti í A-deild er afar mikilvægt upp á baráttuna um sæti á næsta heimsmeistaramóti að gera. Graham Hansen, ein allra besta knattspyrnukona heims, er í norska hópnum eftir að hafa misst af markalausa jafnteflinu í Laugardal í apríl. Hún spilar fyrst stærsta leik ársins; úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu við Arsenal á laugardaginn. Það gera sömuleiðis Ingrid Syrstad Engen, einnig með Barcelona, og Frida Maanum með Arsenal, sem báðar eru í norska hópnum. Ísland og Noregur eiga svo einnig eftir að mætast á Evrópumótinu í júlí. Norski hópurinn gegn Íslandi og Sviss: Markmenn: Cecilie Fiskerstrand, Aurora Mikalsen, Selma Panengstuen Varnarmenn: Tuva Hansen, Guro Bergsvand, Marthine Østenstad, Thea Bjelde, Marit Bratberg Lund, Emilie Woldvik, Mathilde Hauge Harviken Miðjumenn: Ingrid Syrstad Engen, Vilde Bøe Risa, Justine Kielland, Lisa Naalsund, Frida Maanum, Karina Sævik Sóknarmenn: Guro Reiten, Celin Bizet Ildhusøy, Signe Gaupset, Synne Jensen, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg, Elisabeth Terland
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira