Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 13:01 Napoli er í bílstjórasætinu og getur orðið ítalskur meistari í annað sinn á þremur árum. Alessandro Sabattini/Getty Images Napoli getur tryggt sér ítalska deildarmeistaratitilinn næsta föstudag en ef Inter tekst að jafna liðið að stigum verður hreinn úrslitaleikur um titilinn spilaður á mánudag á Ólympíuleikvanginum í Róm. Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli. Ítalski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli.
Ítalski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira