Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 13:01 Napoli er í bílstjórasætinu og getur orðið ítalskur meistari í annað sinn á þremur árum. Alessandro Sabattini/Getty Images Napoli getur tryggt sér ítalska deildarmeistaratitilinn næsta föstudag en ef Inter tekst að jafna liðið að stigum verður hreinn úrslitaleikur um titilinn spilaður á mánudag á Ólympíuleikvanginum í Róm. Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli. Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira