Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 09:30 Marko Arnautovic dapur á svip eftir að mark hans gegn Lazio var dæmt af. Getty/Severin Aichbauer Svo gæti farið að Inter og Napoli þurfi að spila hreinan úrslitaleik um ítalska meistaratitilinn í fótbolta, samkvæmt reglum sem samþykktar voru fyrir þremur árum, eftir dramatíska næstsíðustu umferð í gær. Hvorki Napoli né Inter tókst að vinna í gær en dramatíkin var mikil í uppbótartímanum. Napoli gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma og á sama tíma var Inter 2-1 yfir á móti Lazio, og því á góðri leið með að komast í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. En á 90. mínútu jafnaði spænski reynsluboltinn Pedro úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Simone Inzaghi, stjóri Inter, fékk þá að líta rauða spjaldið rétt eins og Antonio Conte hjá Napoli gerði í leiknum við Parma, sem og reyndar Christian Chivu, stjóri Parma. Marko Arnautovic virtist þó ætla að tryggja Inter sigur þegar hann skallaði í netið í uppbótartíma en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var rangstæður. Á sama tíma var Napoli að fá vítaspyrnu dæmda í leiknum við Parma en hún var svo tekin af liðinu eftir skoðun í varsjánni, á níundu mínútu uppbótartíma. 🤩 WHAT A NIGHT IN SERIE A 🤩✅ Manager red cards 🔴✅ Numerous VAR checks 📺✅ Late goals 🤯✅ Overturned penalties 🙅♂️✅ Misses ❌And it's now advantage Napoli going into GW38! 🏆 pic.twitter.com/KXJ7sJ59lB— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 18, 2025 Þetta þýðir að Napoli er einu stigi fyrir ofan Inter fyrir lokaumferðina og dugar því sigur á heimavelli gegn Cagliari, liðinu í 14. sæti, til að verða meistari. Ef Napoli tapar hins vegar leiknum og Inter gerir jafntefli við Como á útivelli þá enda liðin jöfn að stigum. Samkvæmt reglunum á Ítalíu verður þá ekki horft til markatölu liðanna heldur verður sérstakur aukaúrslitaleikur á milli þeirra um meistaratitilinn. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur þetta áhrif á það að ekki sé búið að ákveða hvenær leikirnir í lokaumferð deildarinnar fara fram. Í ljósi þess að Inter spilar úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí, við PSG, þarf að vera svigrúm fyrir hreinan úrslitaleik í ítölsku deildinni ef til hans kæmi. Lokaumferðin átti að fara öll fram næsta sunnudag en það verður tekin ákvörðun í dag um dagsetningu. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vilja Inter-menn að lokaumferðin verði á fimmtudagskvöld, svo að þeir fái sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Napoli-menn eru hins vegar sagðir vilja lokaumferð á föstudagskvöld, til að hægt sé að fagna titlinum sem lengst, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Ítalski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Hvorki Napoli né Inter tókst að vinna í gær en dramatíkin var mikil í uppbótartímanum. Napoli gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma og á sama tíma var Inter 2-1 yfir á móti Lazio, og því á góðri leið með að komast í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. En á 90. mínútu jafnaði spænski reynsluboltinn Pedro úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Simone Inzaghi, stjóri Inter, fékk þá að líta rauða spjaldið rétt eins og Antonio Conte hjá Napoli gerði í leiknum við Parma, sem og reyndar Christian Chivu, stjóri Parma. Marko Arnautovic virtist þó ætla að tryggja Inter sigur þegar hann skallaði í netið í uppbótartíma en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var rangstæður. Á sama tíma var Napoli að fá vítaspyrnu dæmda í leiknum við Parma en hún var svo tekin af liðinu eftir skoðun í varsjánni, á níundu mínútu uppbótartíma. 🤩 WHAT A NIGHT IN SERIE A 🤩✅ Manager red cards 🔴✅ Numerous VAR checks 📺✅ Late goals 🤯✅ Overturned penalties 🙅♂️✅ Misses ❌And it's now advantage Napoli going into GW38! 🏆 pic.twitter.com/KXJ7sJ59lB— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 18, 2025 Þetta þýðir að Napoli er einu stigi fyrir ofan Inter fyrir lokaumferðina og dugar því sigur á heimavelli gegn Cagliari, liðinu í 14. sæti, til að verða meistari. Ef Napoli tapar hins vegar leiknum og Inter gerir jafntefli við Como á útivelli þá enda liðin jöfn að stigum. Samkvæmt reglunum á Ítalíu verður þá ekki horft til markatölu liðanna heldur verður sérstakur aukaúrslitaleikur á milli þeirra um meistaratitilinn. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur þetta áhrif á það að ekki sé búið að ákveða hvenær leikirnir í lokaumferð deildarinnar fara fram. Í ljósi þess að Inter spilar úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí, við PSG, þarf að vera svigrúm fyrir hreinan úrslitaleik í ítölsku deildinni ef til hans kæmi. Lokaumferðin átti að fara öll fram næsta sunnudag en það verður tekin ákvörðun í dag um dagsetningu. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vilja Inter-menn að lokaumferðin verði á fimmtudagskvöld, svo að þeir fái sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Napoli-menn eru hins vegar sagðir vilja lokaumferð á föstudagskvöld, til að hægt sé að fagna titlinum sem lengst, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN.
Ítalski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti