Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2025 23:12 Yval Raphael keppir fyrir hönd Ísrael í Eurovision í ár með laginu A New Day Will Rise. Getty/Jens Büttner Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47
Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50
Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42