Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2025 11:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson og félagar hans í Ajax leyndu ekki vonbrigðum sínum í gærkvöld. Eftir tvö stig úr síðustu fjórum leikjum þurfa þeir nú að treysta á hjálp í lokaumferðinni til að geta orðið Hollandsmeistarar. Getty Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni. Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar? Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar?
Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira