Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 21:09 Tékkinn Adonxs gæti þurft að bæta sig fyrir seinni undankeppni Eurovision á morgun, en hann hefur fallið verulega í veðbönkum. Getty/Jens Büttner Miklar sviptingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli í seinni undankeppni Eurovision í kvöld. Ísrael er nú spáð sigri í riðlinum og fimm ríki eru talin berjast um síðasta lausa sætið í úrslitunum. Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld. Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld.
Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira