Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2025 13:20 Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir fara í saumana á leynireglunni Illuminati í hlaðvarpsþáttum sínum Skuggavaldinu. vísir Hvað eiga Beyoncé, franska byltingin og breska konungsfjölskyldan sameiginlegt? Samkvæmt sumum eru þau öll útsendarar Illuminati – alræmds leynifélags sem, ef marka má kenningasmiði fortíðar og internetsins í dag, stýrir heiminum úr skugganum. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins – þeim síðari af tveimur um Illuminati-goðsögnina – beina prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann spjótum sínum að þrálátum samsæriskenningum um þessa dularfullu leynireglu sem sögð er teygja arma sína um sögu, stjórnmál og menningu: Frá byltingum til Beyoncé – þrálátar grunsemdir um að Illuminati leynireglan stjórni öllu á milli himins og jarðar. Illuminati var í raun tiltölulega fámenn bræðraregla, stofnuð af lagaprófessornum Adam Weishaupt árið 1776, með það að markmiði að umbreyta samfélaginu í anda upplýsingarinnar, jafnréttis og trúfrelsis. Reglan varð skammlíf, en eftirmælin urðu þeim mun dramatískari. Ein lífseigasta goðsögn samtímans Í gegnum áratugi og aldir hafa samsæriskenningasmiðir ofið margslunginn vef þar sem Illuminati átti að hafa leikið lykilhlutverk í frönsku byltingunni, heimstyrjöldunum, bolsevíkabyltingunni í Rússlandi – og jafnvel stofnun Eurovision. Frímúrarar, Rothschildar, Rockefellerar, geimverur, rapparar og jafnvel Kardashian-fjölskyldan blandast öll í súpu sem er jafn bragðmikil og hún er langsótt. Forsaga þessara sagna er nokkurn veginn svona: Snemma á 19. öld tóku andstæðingar byltinga – einkum kaþólskir, konungssinnaðir höfundar – að útbreiða kenningar um að Illuminati hefði staðið að baki frönsku byltingunni. Frímúrarastúkum var blandað í málið, og úr varð heill hugmyndafræðilegur grautur sem óx að umfangi með hverri kynslóð. Sagan um Illuminati er ekki síst merkileg fyrir það hvernig leynifélag, sem í raun entist vart í áratug á ofanverðri 18. öld, hefur orðið að einni lífseigustu goðsögn samtímans – tákni fyrir hið ósýnilega vald sem fólk víða um heim óttast enn. Auk þess að hafa komið á frönsku stjórnarbyltingunni er Illuminati grunað um að hafa staðið að baki heimstyrjöldum og að vera hin ógnarþrungna nýja heimsskipan – The New World Order. Í samtímanum er Illuminati sagt hafa staðið á bak við fjármálakrísur og farsóttir – þar trónir COVID-19-faraldurinn sem nýjasta afrekið. Raunveruleg trú á alheimsráðabrugg Sagan ferðaðist víða og losnaði smám saman úr tengslum við Weishaupt og stofnendurna á átjándu öld. Illuminati varð að táknmynd fyrir allt sem talið er stjórna heiminum úr skugganum: frá alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum og NATO til tæknirisa, banka og menningarelítu. Tónlistarmennirnir Jay-Z og Beoncie hafa bæði komið við sögu í lífseigum sögusögnum um Illuminati. Frá dauða konunga og byltingum til tákna í auglýsingum, rapptónlist og Hollywood er Illuminati víða notað til að skýra veröld sem margir upplifa sem sífellt óskiljanlegri. Í þættinum fara þau Hulda og Eiríkur ofan í það hvað geri langsóttar sögur um löngu liðna bræðrareglu frá Bæjaralandi í Þýskalandi svona langlífar. En að baki býr ekki síður menningarleg þörf fyrir einfaldar skýringar heldur en raunveruleg trú á alheimsráðabrugg. Úr þessu hefur orðið menningarfyrirbæri sem virðist nærast á stöðugt endurnýjaðri goðsagnagerð. Illuminati lifir nú í menningunni, í hrollvekjum, popplögum og kenningum á netinu – og í því samhengi hefur litla leynireglan úr Bæjaralandi náð þeim heimsveldismarkmiðum sem það einu sinni setti sér: að móta hugmyndir fólks út um heim. Skuggavaldið Hlaðvörp Tengdar fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23 Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins – þeim síðari af tveimur um Illuminati-goðsögnina – beina prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann spjótum sínum að þrálátum samsæriskenningum um þessa dularfullu leynireglu sem sögð er teygja arma sína um sögu, stjórnmál og menningu: Frá byltingum til Beyoncé – þrálátar grunsemdir um að Illuminati leynireglan stjórni öllu á milli himins og jarðar. Illuminati var í raun tiltölulega fámenn bræðraregla, stofnuð af lagaprófessornum Adam Weishaupt árið 1776, með það að markmiði að umbreyta samfélaginu í anda upplýsingarinnar, jafnréttis og trúfrelsis. Reglan varð skammlíf, en eftirmælin urðu þeim mun dramatískari. Ein lífseigasta goðsögn samtímans Í gegnum áratugi og aldir hafa samsæriskenningasmiðir ofið margslunginn vef þar sem Illuminati átti að hafa leikið lykilhlutverk í frönsku byltingunni, heimstyrjöldunum, bolsevíkabyltingunni í Rússlandi – og jafnvel stofnun Eurovision. Frímúrarar, Rothschildar, Rockefellerar, geimverur, rapparar og jafnvel Kardashian-fjölskyldan blandast öll í súpu sem er jafn bragðmikil og hún er langsótt. Forsaga þessara sagna er nokkurn veginn svona: Snemma á 19. öld tóku andstæðingar byltinga – einkum kaþólskir, konungssinnaðir höfundar – að útbreiða kenningar um að Illuminati hefði staðið að baki frönsku byltingunni. Frímúrarastúkum var blandað í málið, og úr varð heill hugmyndafræðilegur grautur sem óx að umfangi með hverri kynslóð. Sagan um Illuminati er ekki síst merkileg fyrir það hvernig leynifélag, sem í raun entist vart í áratug á ofanverðri 18. öld, hefur orðið að einni lífseigustu goðsögn samtímans – tákni fyrir hið ósýnilega vald sem fólk víða um heim óttast enn. Auk þess að hafa komið á frönsku stjórnarbyltingunni er Illuminati grunað um að hafa staðið að baki heimstyrjöldum og að vera hin ógnarþrungna nýja heimsskipan – The New World Order. Í samtímanum er Illuminati sagt hafa staðið á bak við fjármálakrísur og farsóttir – þar trónir COVID-19-faraldurinn sem nýjasta afrekið. Raunveruleg trú á alheimsráðabrugg Sagan ferðaðist víða og losnaði smám saman úr tengslum við Weishaupt og stofnendurna á átjándu öld. Illuminati varð að táknmynd fyrir allt sem talið er stjórna heiminum úr skugganum: frá alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum og NATO til tæknirisa, banka og menningarelítu. Tónlistarmennirnir Jay-Z og Beoncie hafa bæði komið við sögu í lífseigum sögusögnum um Illuminati. Frá dauða konunga og byltingum til tákna í auglýsingum, rapptónlist og Hollywood er Illuminati víða notað til að skýra veröld sem margir upplifa sem sífellt óskiljanlegri. Í þættinum fara þau Hulda og Eiríkur ofan í það hvað geri langsóttar sögur um löngu liðna bræðrareglu frá Bæjaralandi í Þýskalandi svona langlífar. En að baki býr ekki síður menningarleg þörf fyrir einfaldar skýringar heldur en raunveruleg trú á alheimsráðabrugg. Úr þessu hefur orðið menningarfyrirbæri sem virðist nærast á stöðugt endurnýjaðri goðsagnagerð. Illuminati lifir nú í menningunni, í hrollvekjum, popplögum og kenningum á netinu – og í því samhengi hefur litla leynireglan úr Bæjaralandi náð þeim heimsveldismarkmiðum sem það einu sinni setti sér: að móta hugmyndir fólks út um heim.
Skuggavaldið Hlaðvörp Tengdar fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23 Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23
Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08