„Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá 39 ára gömlum karlmanni: „Ég er í miklum vandræðum þegar kemur að kynlífi. Ég hef nánast aldrei löngun í kynlíf lengur, hvorki sjálfsfróun né með kærustunni. Oftast þegar við stundum kynlíf fæ ég það alltof fljótt. Stundum bara strax og ég set hann inn í hana. Er einhver lausn við þessu? Því mig langar mjög til þess að stunda betra kynlíf með kærustunni minni og skammast mín fyrir það að gefa henni ekki nógu mikla ánægju, kynlífslega séð.“ Það er mjög skiljanlegt að við byrjum að forðast kynlíf þegar við finnum fyrir skömm og vanlíðan í kjölfar þess. Einn algengasti vandinn sem karlmenn og fólk með typpi upplifa í tengslum við fullnægingu er annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát. Það sem þú lýsir fellur undir of brátt sáðlát. Það er algengur vandi að glíma við annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát.Getty Það er þegar sáðlát á sér stað innan við mínútu frá því samfarir hefjast — en það þýðir ekki að það þurfi að taka tímann með skeiðklukku. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Skortur á kynfræðslu í samblandi við klámáhorf hefur leitt til þess að fólk telur gjarnan að samfarir eigi að endast mun lengur en raunhæft er. Sannleikurinn er sá að meðaltími samfara er 5,4 mínútur. Fyrir þau sem endast í fimm mínútur en væru til í að endast í tíu mínútur, þá falla fyrrnefndar fimm mínútur ekki undir of brátt sáðlát. En hægt er að lengja tímann sem þú endist í samförum eða sjálfsfróun óháð því hversu lengi þú endist nú þegar. Þegar við erum með kynlífsvanda er ekki óalgengt að draga sig í hlé, upplifa skömm og forðast nánd og kynlíf. Það er mikilvægt að vinna með þessi viðbrögð. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka. Ræða saman og finna leið saman til að vinna úr vandanum. Of brátt sáðlát þarf ekki að vera endirinn á kynlífinu, hvað finnst makanum þínum gott? Nú er tækifæri til að setja fókus á maka þinn og unað hennar. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka.Getty Hvernig vinnum við með of brátt sáðlát? Start–stop tækni Þetta er ein áhrifaríkasta aðferðin til að lengja tímann sem þú endist. Byrjaðu að æfa þig í sjálfsfróun. Æfðu það að fróa þér þangað til þú ert alveg að fara að fá það og stoppaðu þá, hvíldu þar til þú finnur að dregið hefur úr örvuninni og byrjaðu þá aftur. Þetta má endurtaka nokkrum sinnum. Síðan má æfa þetta með maka/leikfélaga. Einnig er hægt að grípa um typpið, ofarlega þar sem kóngurinn mætir restinni af typpinu, á meðan pása er tekin. Með tímanum lærir þú að hægja á þegar þú nálgast fullnæginguna og getur smátt og smátt lengt samfarir. Grindarbotnsæfingar Já, strákar geta líka gert grindarbotnsæfingar! Sterkari grindarbotnsvöðvar gefa meiri stjórn. Byrjaðu á því að finna þá með því að stöðva þvagbunu (en æfðu þig ekki þannig daglega). Þú getur líka æft þig að „lyfta“ typpinu upp og niður fyrir framan spegil. Karlheilsu sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfarar þekkja vel til grindarbotnsþjálfunar fyrir öll kyn og geta veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn, sem tekur tillit til líkama þíns og markmiða. Kynlíf er miklu meira en bara samfarir Þín fullnæging er ekki endapunktur kynlífs. Taktu samtalið við maka um hvað henni finnst gott og settu fókus á hana þegar þú ert búinn að fá fullnægingu. Ef þú bíður í 15-20 mín er jafnvel hægt að fara aftur í samfarir ef þið hafið áhuga á því. Kynlíf snýst um svo miklu meira en bara fullnægingar og samfarir. Lykillinn að góðu kynlífi er að líða vel. Þegar við leyfum okkur að snúa okkur að hvort öðru — frekar en frá — opnast nýjar leiðir að unaði sem þurfa ekki að fylgja neinu fyrirfram skrifuðu handriti. Gangi þér vel ❤️ Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Það er mjög skiljanlegt að við byrjum að forðast kynlíf þegar við finnum fyrir skömm og vanlíðan í kjölfar þess. Einn algengasti vandinn sem karlmenn og fólk með typpi upplifa í tengslum við fullnægingu er annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát. Það sem þú lýsir fellur undir of brátt sáðlát. Það er algengur vandi að glíma við annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát.Getty Það er þegar sáðlát á sér stað innan við mínútu frá því samfarir hefjast — en það þýðir ekki að það þurfi að taka tímann með skeiðklukku. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Skortur á kynfræðslu í samblandi við klámáhorf hefur leitt til þess að fólk telur gjarnan að samfarir eigi að endast mun lengur en raunhæft er. Sannleikurinn er sá að meðaltími samfara er 5,4 mínútur. Fyrir þau sem endast í fimm mínútur en væru til í að endast í tíu mínútur, þá falla fyrrnefndar fimm mínútur ekki undir of brátt sáðlát. En hægt er að lengja tímann sem þú endist í samförum eða sjálfsfróun óháð því hversu lengi þú endist nú þegar. Þegar við erum með kynlífsvanda er ekki óalgengt að draga sig í hlé, upplifa skömm og forðast nánd og kynlíf. Það er mikilvægt að vinna með þessi viðbrögð. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka. Ræða saman og finna leið saman til að vinna úr vandanum. Of brátt sáðlát þarf ekki að vera endirinn á kynlífinu, hvað finnst makanum þínum gott? Nú er tækifæri til að setja fókus á maka þinn og unað hennar. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka.Getty Hvernig vinnum við með of brátt sáðlát? Start–stop tækni Þetta er ein áhrifaríkasta aðferðin til að lengja tímann sem þú endist. Byrjaðu að æfa þig í sjálfsfróun. Æfðu það að fróa þér þangað til þú ert alveg að fara að fá það og stoppaðu þá, hvíldu þar til þú finnur að dregið hefur úr örvuninni og byrjaðu þá aftur. Þetta má endurtaka nokkrum sinnum. Síðan má æfa þetta með maka/leikfélaga. Einnig er hægt að grípa um typpið, ofarlega þar sem kóngurinn mætir restinni af typpinu, á meðan pása er tekin. Með tímanum lærir þú að hægja á þegar þú nálgast fullnæginguna og getur smátt og smátt lengt samfarir. Grindarbotnsæfingar Já, strákar geta líka gert grindarbotnsæfingar! Sterkari grindarbotnsvöðvar gefa meiri stjórn. Byrjaðu á því að finna þá með því að stöðva þvagbunu (en æfðu þig ekki þannig daglega). Þú getur líka æft þig að „lyfta“ typpinu upp og niður fyrir framan spegil. Karlheilsu sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfarar þekkja vel til grindarbotnsþjálfunar fyrir öll kyn og geta veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn, sem tekur tillit til líkama þíns og markmiða. Kynlíf er miklu meira en bara samfarir Þín fullnæging er ekki endapunktur kynlífs. Taktu samtalið við maka um hvað henni finnst gott og settu fókus á hana þegar þú ert búinn að fá fullnægingu. Ef þú bíður í 15-20 mín er jafnvel hægt að fara aftur í samfarir ef þið hafið áhuga á því. Kynlíf snýst um svo miklu meira en bara fullnægingar og samfarir. Lykillinn að góðu kynlífi er að líða vel. Þegar við leyfum okkur að snúa okkur að hvort öðru — frekar en frá — opnast nýjar leiðir að unaði sem þurfa ekki að fylgja neinu fyrirfram skrifuðu handriti. Gangi þér vel ❤️
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira