Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2025 23:01 Væb-bræður heilla. Getty Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. Síðustu ár hefur það verið hluti af opnunarhátíð Eurovision að keppendur gangi svokallaðan túrkis dregil þar sem gestir og gangandi geta hvatt þau til dáða. Nafn dregilsins er væntanlega komið til vegna þess að dregillinn sem gengið er eftir er túrkisblár. Í ár var hlutunum háttað öðruvísi en venjulega og í raun ekið eftir lengsta dregli Eurovision-sögunnar. Aksturinn hófst við Rathaus Basel, ráðhúsið í Basel, og endaði í Eurovision-þorpinu þar sem keppendur lentu í fanginu á fjölmiðlum sem höfðu beðið heillengi eftir þeim. Fréttastofa náði tali af nokkrum keppendum en vegna nýs fyrirkomulags voru viðtölin heldur færri en venjan er. Fjölmiðlum var skipt í sjö flokka og var fréttamaður í sjötta flokki, næst„lélegasta” flokknum. Keppendur fóru í gegnum alla flokkana í dagskrá sem hófst klukkan 14, en þá voru íslenskir fjölmiðlar einmitt komnir á sinn stað. Það var ekki fyrr en tæpum þremur tímum síðar sem sjötti flokkur fékk sitt fyrsta viðtal. Þá voru fjölmiðlar orðnir afar þreyttir á biðinni og keppendur enn þreyttari eftir að hafa klárað fimm flokka á undan. Því voru fjölmargir sem yfirgáfu dregilinn áður en sjötti flokkurinn fékk séns. Nokkrir slepptu líka hluta sjötta flokks til að gefa sjöunda flokknum (miðlar sem sérhæfa sig í Eurovision, bloggarar og fleiri) nokkur viðtöl. Þreytan lét flesta þó ekki stoppa sig og kláraðu dæmið með stæl, til að mynda Væb-bræðurnir og hópurinn þeirra. Allir sem vildu ræða við þá fengu viðtal og það var alveg sama hvað þeir voru búnir að vera lengi að, þeir voru alltaf jafn hressir og til í stuðið. Fjölmiðlamenn um allan heim virðast dýrka hópinn, því það var enginn sem fékk lófatak þegar gengið var inn í sjötta flokkinn, nema Væb-ararnir. Sannkallaðar stórstjörnur hér í Basel. Hér fyrir neðan má sjá þau viðtöl sem fréttamaður náði á túrkis dreglinum í ár. Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbul „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
Síðustu ár hefur það verið hluti af opnunarhátíð Eurovision að keppendur gangi svokallaðan túrkis dregil þar sem gestir og gangandi geta hvatt þau til dáða. Nafn dregilsins er væntanlega komið til vegna þess að dregillinn sem gengið er eftir er túrkisblár. Í ár var hlutunum háttað öðruvísi en venjulega og í raun ekið eftir lengsta dregli Eurovision-sögunnar. Aksturinn hófst við Rathaus Basel, ráðhúsið í Basel, og endaði í Eurovision-þorpinu þar sem keppendur lentu í fanginu á fjölmiðlum sem höfðu beðið heillengi eftir þeim. Fréttastofa náði tali af nokkrum keppendum en vegna nýs fyrirkomulags voru viðtölin heldur færri en venjan er. Fjölmiðlum var skipt í sjö flokka og var fréttamaður í sjötta flokki, næst„lélegasta” flokknum. Keppendur fóru í gegnum alla flokkana í dagskrá sem hófst klukkan 14, en þá voru íslenskir fjölmiðlar einmitt komnir á sinn stað. Það var ekki fyrr en tæpum þremur tímum síðar sem sjötti flokkur fékk sitt fyrsta viðtal. Þá voru fjölmiðlar orðnir afar þreyttir á biðinni og keppendur enn þreyttari eftir að hafa klárað fimm flokka á undan. Því voru fjölmargir sem yfirgáfu dregilinn áður en sjötti flokkurinn fékk séns. Nokkrir slepptu líka hluta sjötta flokks til að gefa sjöunda flokknum (miðlar sem sérhæfa sig í Eurovision, bloggarar og fleiri) nokkur viðtöl. Þreytan lét flesta þó ekki stoppa sig og kláraðu dæmið með stæl, til að mynda Væb-bræðurnir og hópurinn þeirra. Allir sem vildu ræða við þá fengu viðtal og það var alveg sama hvað þeir voru búnir að vera lengi að, þeir voru alltaf jafn hressir og til í stuðið. Fjölmiðlamenn um allan heim virðast dýrka hópinn, því það var enginn sem fékk lófatak þegar gengið var inn í sjötta flokkinn, nema Væb-ararnir. Sannkallaðar stórstjörnur hér í Basel. Hér fyrir neðan má sjá þau viðtöl sem fréttamaður náði á túrkis dreglinum í ár.
Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbul „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira