Lífið

Héldu upp á eins árs af­mæli Heiðdísar Emblu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg stund ári eftir að Aníta fæddi andvana barn.
Falleg stund ári eftir að Aníta fæddi andvana barn.

Í fyrsta þættinum af Stóra Stundin á Stöð 2 var fylgst með fæðingu barns en þau Aníta Rós Tómasdóttir og Smári Kristinsson áttu þá von á sínu þriðja barni.

Árið 2024 átti parið von á sínu öðru barni en eftir 34 vikna meðgöngu kom í ljós að dóttir þeirra væri látin í móðurkvið.

Hún fékk nafnið Heiðdís Embla Smáradóttir. Þetta var því þriðja meðganga Anítu en fyrir áttu þau eina dóttur. Rétt fyrir fæðinguna sem fylgst var með hélt fjölskyldan upp á eins árs afmæli Heiðdísar með því að fara í kirkjugarðinn og minnast hennar. Einnig var boðið í afmælisveislu og nánasta fjölskyldan hittist í kjölfarið í afmælisveislu í heimahúsi.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna en hún hefur undanfarið hálft ár unnið að nýjum heimildaþáttum, ásamt Lúðvík Páli Lúðvíkssyni en í þessum fjórum þáttum fá áhorfendur að fylgjast með fólki upplifa augnablik sem munu lifa með þeim út ævina. Þannig verður fylgst með barni koma í heiminn, brúðkaupi, erfiðustu kokkakeppni heims og fegurðarsamkeppni.

Klippa: Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.