„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. maí 2025 22:46 Jóhann Þór er þjálfari Grindavíkur. Honum var heitt í hamsi eftir leik Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira
Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira