„Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. maí 2025 20:56 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA Vísir /Jón Gautur Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var sáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið vann góðan 3-0 sigur á móti KA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum uppi á Skipaskaga í kvöld. „Við notuðum æfingavikuna frá tapinu gegn KR í það að rifja það upp hverjir væru styrkleikar liðsins og þéttum raðirnar. Við höfum byrjað alla leikina í sumar af krafti án þess að ná að nýta okkur það með því að skora. Við breyttum því í dag og vorum öflugir frá fyrstu mínútu og komumst fljótlega yfir,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. „Við spiluðum svo bara vel heilt yfir í leiknum og skoruðum þrjú góð mörk eftir flottar sóknir. Við gáfum fá færi á okkur og það var mikill dugnaður í varnarleik liðsins allt frá fremsta manni til þess aftasta. Þannig viljum við hafa það og ég er mjög sáttur við vinnuframlagið,“ sagði Jón Þór enn fremur. Athygli vakti að Jóhannes Björn Vall hóf leikinn á varamannabekknum og Gísli Laxdal lék í vinstri vængbakverðinum í hans stað. „Jóhannes var að glíma við meiðsli og Gísli Laxdal leysti hann bara einstaklega vel af hólmi. Spilaði vel í varnarleiknum og var ógnandi í sóknarleiknum. Við vitum vel að Gísli Laxdal getur spilað þessa stöðu með glæsibrag og hann sýndi það í kvöld,“ sagði hann um leikmann sinn. „Það er gott fyrir okkur að Viktor sé kominn á blað. Öll tölfræði var fín hjá Viktori í fyrstu fjórum leikjunum og hann var að koma sér í góðar stöður og færi. Það vantaði bara að reka smiðshöggið og það kom í kvöld sem er bara frábært. Sömueleiðis er gott að halda hreinu og uppskera eins og maður sáir fyrir vinnu sína í varnarleiknum,“ sagði Jón Þór. Besta deild karla ÍA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Við notuðum æfingavikuna frá tapinu gegn KR í það að rifja það upp hverjir væru styrkleikar liðsins og þéttum raðirnar. Við höfum byrjað alla leikina í sumar af krafti án þess að ná að nýta okkur það með því að skora. Við breyttum því í dag og vorum öflugir frá fyrstu mínútu og komumst fljótlega yfir,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. „Við spiluðum svo bara vel heilt yfir í leiknum og skoruðum þrjú góð mörk eftir flottar sóknir. Við gáfum fá færi á okkur og það var mikill dugnaður í varnarleik liðsins allt frá fremsta manni til þess aftasta. Þannig viljum við hafa það og ég er mjög sáttur við vinnuframlagið,“ sagði Jón Þór enn fremur. Athygli vakti að Jóhannes Björn Vall hóf leikinn á varamannabekknum og Gísli Laxdal lék í vinstri vængbakverðinum í hans stað. „Jóhannes var að glíma við meiðsli og Gísli Laxdal leysti hann bara einstaklega vel af hólmi. Spilaði vel í varnarleiknum og var ógnandi í sóknarleiknum. Við vitum vel að Gísli Laxdal getur spilað þessa stöðu með glæsibrag og hann sýndi það í kvöld,“ sagði hann um leikmann sinn. „Það er gott fyrir okkur að Viktor sé kominn á blað. Öll tölfræði var fín hjá Viktori í fyrstu fjórum leikjunum og hann var að koma sér í góðar stöður og færi. Það vantaði bara að reka smiðshöggið og það kom í kvöld sem er bara frábært. Sömueleiðis er gott að halda hreinu og uppskera eins og maður sáir fyrir vinnu sína í varnarleiknum,“ sagði Jón Þór.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira