Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 13:16 Bruno Fernandes skoraði tvö mörk gegn Athletic Bilbao. getty/Maciej Rogowski Flest bendir til þess að Manchester United og Tottenham mætist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðin unnu örugga sigra í undanúrslitum keppninnar í gær. United gerði góða ferð til Baskalands og vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao á San Mamés, sama velli og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á 21. maí næstkomandi. Á meðan vann Tottenham 3-1 heimasigur á Bodø/Glimt. Casemiro kom United yfir gegn Athletic Bilbao á 30. mínútu eftir frábær tilþrif Harrys Maguire og skalla Manuels Ugartes. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu og Dani Vivian, varnarmaður gestanna, var rekinn af velli. Bruno Fernandes, fyrirliði United, skoraði úr vítinu og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Rauðu djöflarnir fóru heim til Manchester með 0-3 sigur í farteskinu. Tottenham var aðeins 37 sekúndur að ná forystunni gegn Bodø/Glimt. Brennan Johnson skoraði þá eftir undirbúning frá Pedro Porro og Richarlison. Á 34. mínútu sendi Porro boltann inn fyrir vörn Bodø/Glimt á James Maddison sem skoraði. Á 61. mínútu gerði Dominic Solanke svo þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu. Ulrik Saltnes minnkaði muninn fyrir Bodø/Glimt sjö mínútum fyrir leikslok og gaf norsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn. Seinni leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fara fram næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32 „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32 Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Chelsea mætir Real Betis Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
United gerði góða ferð til Baskalands og vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao á San Mamés, sama velli og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á 21. maí næstkomandi. Á meðan vann Tottenham 3-1 heimasigur á Bodø/Glimt. Casemiro kom United yfir gegn Athletic Bilbao á 30. mínútu eftir frábær tilþrif Harrys Maguire og skalla Manuels Ugartes. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu og Dani Vivian, varnarmaður gestanna, var rekinn af velli. Bruno Fernandes, fyrirliði United, skoraði úr vítinu og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Rauðu djöflarnir fóru heim til Manchester með 0-3 sigur í farteskinu. Tottenham var aðeins 37 sekúndur að ná forystunni gegn Bodø/Glimt. Brennan Johnson skoraði þá eftir undirbúning frá Pedro Porro og Richarlison. Á 34. mínútu sendi Porro boltann inn fyrir vörn Bodø/Glimt á James Maddison sem skoraði. Á 61. mínútu gerði Dominic Solanke svo þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu. Ulrik Saltnes minnkaði muninn fyrir Bodø/Glimt sjö mínútum fyrir leikslok og gaf norsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn. Seinni leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fara fram næsta fimmtudag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32 „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32 Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Chelsea mætir Real Betis Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32
„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47
Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32
Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32