Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 14:36 Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. Erin Patterson er sökuð um að drepa þrjá matargesti og reyna að drepa þann fjórða í júlí árið 2023. Grænserkur, einn eitraðasti sveppur í heimi, reyndist vera í réttinum sem hún bar á borð fyrir gestina. Gestirnir voru fyrrverandi tengdaforeldrar Patterson, móðursystir fyrrverandi eiginmannsins og eiginmaður hennar. Tengdaforeldarnir létust báðir og móðursystirin sömuleiðis en eiginmaður hennar komst lífs af. Patterson var einnig ákærð fyrir að ætla að reyna að drepa fyrrverandi eiginmann sinn en hann hætti við að mæta á síðustu stundu. Hún var einnig ákærð fyrir að reyna að ráða hann af dögum þrisvar áður. Nú hafa saksóknarar hins vegar ákveðið að fella út þann hluta ákærunnar sem fjallar um meintar tilraunir Patterson til þess að myrða fyrrverandi eiginmanninn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Réttarhöld yfir Patterson eiga að hefjast í Hæstarétti Viktoríuríkis á morgun. Hún hefur alla tíð neitað sök. Ástralía Erlend sakamál Sveppir Tengdar fréttir Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Erin Patterson er sökuð um að drepa þrjá matargesti og reyna að drepa þann fjórða í júlí árið 2023. Grænserkur, einn eitraðasti sveppur í heimi, reyndist vera í réttinum sem hún bar á borð fyrir gestina. Gestirnir voru fyrrverandi tengdaforeldrar Patterson, móðursystir fyrrverandi eiginmannsins og eiginmaður hennar. Tengdaforeldarnir létust báðir og móðursystirin sömuleiðis en eiginmaður hennar komst lífs af. Patterson var einnig ákærð fyrir að ætla að reyna að drepa fyrrverandi eiginmann sinn en hann hætti við að mæta á síðustu stundu. Hún var einnig ákærð fyrir að reyna að ráða hann af dögum þrisvar áður. Nú hafa saksóknarar hins vegar ákveðið að fella út þann hluta ákærunnar sem fjallar um meintar tilraunir Patterson til þess að myrða fyrrverandi eiginmanninn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Réttarhöld yfir Patterson eiga að hefjast í Hæstarétti Viktoríuríkis á morgun. Hún hefur alla tíð neitað sök.
Ástralía Erlend sakamál Sveppir Tengdar fréttir Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28