Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2025 08:31 Carlo Ancelotti virðist ætla að enda magnaðan tíma með Real Madrid á tímabili án stórs titils. Getty/Guillermo Martinez Þjálfarinn sigursæli Carlo Ancelotti er á lokametrunum með Real Madrid og hefur komist að samkomulagi um að verða næsti landsliðsþjálfari Brasilíu í júní. Þar með verður hann einn hæst launaði landsliðsþjálfari heims. Frá þessu greinir fréttamaðurinn Fabrizio Romano og segir að fulltrúar brasilíska knattspyrnusambandsins hafi undanfarið dvalið í Madrid til að ganga frá málunum. Það hafi verið lykilatriði hjá Brössunum að Ancelotti myndi ekki bíða fram yfir HM félagsliða heldur taka við landsliðinu í júní en þá spilar Brasilía tvo leiki í undankeppni HM. Nú virðist það ætla að ganga eftir en Romano segir að engu að síður verði viðskilnaður Ancelotti við Real Madrid á góðum nótum. 🚨🇧🇷 BREAKING: Carlo Ancelotti and Brazil have reached an agreement in principle for the Italian to become Seleçao head coach for the World Cup 2026.Deal valid from June, NOT after Clubs World Cup.Real Madrid and Ancelotti would part ways nicely with formal steps needed next. pic.twitter.com/w0KuNqvMEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025 Nú séu í gangi viðræður um það hvaða teymi muni starfa með Ítalanum og hjálpa honum að gera Brasilíu að heimsmeistara þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir rúmt ár. Real Madrid þarf að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Ancelotti en liðið spilar á HM félagsliða í Bandaríkjunum sem hefst um miðjan júní og stendur yfir fram í miðjan júlí. Spænski miðillinn AS segir að Ancelotti fái um 11 milljónir Bandaríkjadala í árslaun hjá Brössunum. Samningur hans gildi fram yfir HM á næsta ári en sé með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2030. Ancelotti, sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu fimm sinnum sem þjálfari, tekur við Brasilíu af Dorival Júnior sem var rekinn í síðasta mánuði, eftir 4-1 tapið gegn Argentínu sem var fimmta tap Brasilíu í undankeppni HM. Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Frá þessu greinir fréttamaðurinn Fabrizio Romano og segir að fulltrúar brasilíska knattspyrnusambandsins hafi undanfarið dvalið í Madrid til að ganga frá málunum. Það hafi verið lykilatriði hjá Brössunum að Ancelotti myndi ekki bíða fram yfir HM félagsliða heldur taka við landsliðinu í júní en þá spilar Brasilía tvo leiki í undankeppni HM. Nú virðist það ætla að ganga eftir en Romano segir að engu að síður verði viðskilnaður Ancelotti við Real Madrid á góðum nótum. 🚨🇧🇷 BREAKING: Carlo Ancelotti and Brazil have reached an agreement in principle for the Italian to become Seleçao head coach for the World Cup 2026.Deal valid from June, NOT after Clubs World Cup.Real Madrid and Ancelotti would part ways nicely with formal steps needed next. pic.twitter.com/w0KuNqvMEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025 Nú séu í gangi viðræður um það hvaða teymi muni starfa með Ítalanum og hjálpa honum að gera Brasilíu að heimsmeistara þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir rúmt ár. Real Madrid þarf að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Ancelotti en liðið spilar á HM félagsliða í Bandaríkjunum sem hefst um miðjan júní og stendur yfir fram í miðjan júlí. Spænski miðillinn AS segir að Ancelotti fái um 11 milljónir Bandaríkjadala í árslaun hjá Brössunum. Samningur hans gildi fram yfir HM á næsta ári en sé með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2030. Ancelotti, sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu fimm sinnum sem þjálfari, tekur við Brasilíu af Dorival Júnior sem var rekinn í síðasta mánuði, eftir 4-1 tapið gegn Argentínu sem var fimmta tap Brasilíu í undankeppni HM.
Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira