Lífið

Infocapital Ís­lands­meistari eftir æsi­spennandi keppni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liðsmenn Infocapital kátir við verðlaunaafhendingu í dag. Sverri G. Ármannsson vantar á myndina.
Liðsmenn Infocapital kátir við verðlaunaafhendingu í dag. Sverri G. Ármannsson vantar á myndina.

Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds í gær eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Grant Thornton en sveit Karls Sigurhjartarsonar hlaut bronsið.

Matthías Þorvaldsson, Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Birkir Jón Jónsson, Sverrir G. Ármannsson og Ragnar Magnússon skipuðu sveit Infocapital.

„Íslandsmótið var óvenju spennandi í þetta skiptið og í raun var hörkuspenna um úrslitin allt fram á síðustu spil,“ segir Matthías Imsland framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands í tilkynningu.

Mótið fór fram í Fjölbrautarskólanum í Mosfellsbæ en alls kepptu 12 bridssveitir frá öllu landinu til úrslita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.