„Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 08:00 Agata Árnadóttir Coadou og Melkorka Björk Iversen fóru með aðalhlutverkin í stuttmyndinni. Aðsend/Hanna Hulda Hanna Hulda Hafþórsdóttir, nemandi í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands hlaut á dögunum Evu Maríu Daníels verðlaunin á Stockfish kvikmyndahátíðinni fyrir stuttmyndina sína Í takt. „Þetta er svo verðmætt fyrir svona kvikmyndafólk eins og mig sem er að byrja,“ segir Hanna sem hlaut einnig verðlaun fyrir bestu leiknu stuttmyndina á hátíðinni. Hanna Hulda Hafþórsdóttir hlaut tvenn verðlaun fyrir stuttmyndina sína Í takt.Aðsend/Hanna Hulda Stockfish kvikmyndahátíðin er haldin ár hvert á vegum Bíó Paradís og meðal verðlauna eru Evu Maríu Daníels verðlaunin til heiðurs kvikmyndagerðakonunnar Evu Maríu sem lést árið 2023. Verðlaunin eru fjárhæð upp á eina og hálfa milljón krónur fyrir kvikmyndagerðarfólk til að fjármagna verkefnin sín en þetta er í annað skipti sem verðlaunin voru veitt. Eiginmaður Evu og hennar helsti samstarfsfélagi ákváðu að búa verðlaunin henni til heiðurs til að efla fólk í kvikmyndaheiminum. „Þau voru búin til fyrir Evu Maríu Daníels sem var svona goðsögn í kvikmyndabransanum,“ segir Hanna. „Þetta er bæði peningurinn sem hjálpar manni í næsta verkefni og síðan líka er manni komið í samband við samstarfsfélaga Evu Maríu og almannatengslafulltrúa sem að munu síðan geta leiðbeint mér í framtíðinni í þessum heimi því hann er svo stór og þegar maður er að byrja er þetta svo yfirþyrmandi. Þessi verðlaun skipta svo miklu máli og svo góð byrjun fyrir einhvern eins og mig sem er að byrja,“ segir hún. Hanna segist alls ekki hafa búist við að fá verðlaunin eftir að hafa horft á allar stuttmyndirnar en er jafnframt mjög þakklát. „Allar myndirnar voru svo flottar og fagmannlegar,“ segir hún. „Ég held að þetta sé eitthvað blekkingarheilkenni sem maður er með. Maður hefur séð sína eigin mynd svo oft.“ Stuttmynd Hönnu, sem ber nafnið Í takt, var lokaverkefni hennar á fyrsta ári í kvikmyndagerðarnáminu en hún kemur til með að nýta verðlaunaféð í framleiðslu á útskriftarverkinu sínu úr Listaháskólanum. Þá er hún líka byrjuð að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd auk þáttaseríu. Ljúfsár saga um að vaxa í sundur „Mig langaði að skrifa sögu þar sem aðalpersónurnar rífast í dansi, eiginlega án orða. Þá einhvern veginn urðu til þessar pælingar,“ segir Hanna. Stelpurnar tvær taka þátt í danskeppni.Aðsend/Hanna Hulda Aðalpersónur myndarinnar eru tvær þrettán ára stelpur sem hafa lengi verið bestu vinkonur en eru á þeim stað í lífinu að margt er að breytast. Þær fara því að vaxa í sundur og leitast í annan félagsskap en önnur þeirra á erfiðara með vinslitin. Hún reynir að tengjast vinkonu sinni aftur í gegnum dans en lærir að stundum þarf að sleppa tökunum. „Þetta eru svo áhugaverður aldur og það er svo margt að gerast. Það eru margir sem þroskast á undan öðrum og maður finnur fyrir því að önnur er meira bráðþroska en hin og þær eru einhvern veginn hættar að tengja við hvor aðra,“ segir Hanna. Hanna Hulda í tökum á stuttmyndinni.Aðsend/Hanna Hulda „Mér fannst áhugavert að rannsaka það þegar maður á svona bestu vinkonu sem maður hefur þekkt alla ævi og maður er búinn að ákveða að þetta verði svona besta vinkona mín alltaf. Það er erfitt að sleppa tökunum. Þannig í rauninni saga um sambandsslit tveggja vinkvenna.“ Að sögn Hönnu er sagan byggð á hennar eigin reynslu og þemu myndarinnar eru öll nærri hennar hjarta. „Þegar maður er þrettán ára manni líður eins og heimurinn sé að enda. Það þarf alltaf svo lítið til á þessum aldri til þess að það verði allt svo dramatískt. Mér fannst það svo krúttlegt en maður þarf samt að setja sig inn í þennan heim að vera þrettán ára,“ segir hún. „Þessi mynd kemur alveg úr mér, dansinn og kvenleikinn og vináttan.“ Stockfish kvikmyndahátíðin er meðal annars á vegum Ríkisútvarpsins og verður stuttmynd Hönnu því sýnd á RÚV. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þetta er svo verðmætt fyrir svona kvikmyndafólk eins og mig sem er að byrja,“ segir Hanna sem hlaut einnig verðlaun fyrir bestu leiknu stuttmyndina á hátíðinni. Hanna Hulda Hafþórsdóttir hlaut tvenn verðlaun fyrir stuttmyndina sína Í takt.Aðsend/Hanna Hulda Stockfish kvikmyndahátíðin er haldin ár hvert á vegum Bíó Paradís og meðal verðlauna eru Evu Maríu Daníels verðlaunin til heiðurs kvikmyndagerðakonunnar Evu Maríu sem lést árið 2023. Verðlaunin eru fjárhæð upp á eina og hálfa milljón krónur fyrir kvikmyndagerðarfólk til að fjármagna verkefnin sín en þetta er í annað skipti sem verðlaunin voru veitt. Eiginmaður Evu og hennar helsti samstarfsfélagi ákváðu að búa verðlaunin henni til heiðurs til að efla fólk í kvikmyndaheiminum. „Þau voru búin til fyrir Evu Maríu Daníels sem var svona goðsögn í kvikmyndabransanum,“ segir Hanna. „Þetta er bæði peningurinn sem hjálpar manni í næsta verkefni og síðan líka er manni komið í samband við samstarfsfélaga Evu Maríu og almannatengslafulltrúa sem að munu síðan geta leiðbeint mér í framtíðinni í þessum heimi því hann er svo stór og þegar maður er að byrja er þetta svo yfirþyrmandi. Þessi verðlaun skipta svo miklu máli og svo góð byrjun fyrir einhvern eins og mig sem er að byrja,“ segir hún. Hanna segist alls ekki hafa búist við að fá verðlaunin eftir að hafa horft á allar stuttmyndirnar en er jafnframt mjög þakklát. „Allar myndirnar voru svo flottar og fagmannlegar,“ segir hún. „Ég held að þetta sé eitthvað blekkingarheilkenni sem maður er með. Maður hefur séð sína eigin mynd svo oft.“ Stuttmynd Hönnu, sem ber nafnið Í takt, var lokaverkefni hennar á fyrsta ári í kvikmyndagerðarnáminu en hún kemur til með að nýta verðlaunaféð í framleiðslu á útskriftarverkinu sínu úr Listaháskólanum. Þá er hún líka byrjuð að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd auk þáttaseríu. Ljúfsár saga um að vaxa í sundur „Mig langaði að skrifa sögu þar sem aðalpersónurnar rífast í dansi, eiginlega án orða. Þá einhvern veginn urðu til þessar pælingar,“ segir Hanna. Stelpurnar tvær taka þátt í danskeppni.Aðsend/Hanna Hulda Aðalpersónur myndarinnar eru tvær þrettán ára stelpur sem hafa lengi verið bestu vinkonur en eru á þeim stað í lífinu að margt er að breytast. Þær fara því að vaxa í sundur og leitast í annan félagsskap en önnur þeirra á erfiðara með vinslitin. Hún reynir að tengjast vinkonu sinni aftur í gegnum dans en lærir að stundum þarf að sleppa tökunum. „Þetta eru svo áhugaverður aldur og það er svo margt að gerast. Það eru margir sem þroskast á undan öðrum og maður finnur fyrir því að önnur er meira bráðþroska en hin og þær eru einhvern veginn hættar að tengja við hvor aðra,“ segir Hanna. Hanna Hulda í tökum á stuttmyndinni.Aðsend/Hanna Hulda „Mér fannst áhugavert að rannsaka það þegar maður á svona bestu vinkonu sem maður hefur þekkt alla ævi og maður er búinn að ákveða að þetta verði svona besta vinkona mín alltaf. Það er erfitt að sleppa tökunum. Þannig í rauninni saga um sambandsslit tveggja vinkvenna.“ Að sögn Hönnu er sagan byggð á hennar eigin reynslu og þemu myndarinnar eru öll nærri hennar hjarta. „Þegar maður er þrettán ára manni líður eins og heimurinn sé að enda. Það þarf alltaf svo lítið til á þessum aldri til þess að það verði allt svo dramatískt. Mér fannst það svo krúttlegt en maður þarf samt að setja sig inn í þennan heim að vera þrettán ára,“ segir hún. „Þessi mynd kemur alveg úr mér, dansinn og kvenleikinn og vináttan.“ Stockfish kvikmyndahátíðin er meðal annars á vegum Ríkisútvarpsins og verður stuttmynd Hönnu því sýnd á RÚV.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira