Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Sindri Sverrisson skrifar 25. apríl 2025 16:07 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur átt frábært tímabil með Inter. Getty/Pier Marco Tacca Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter í dag þegar liðið vann 4-1 sigur gegn AC Milan í þriðju síðustu umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta. Sigurinn þýðir að Inter mun enda í 2. sæti deildarinnar en liðið er núna með 48 stig eftir 24 leiki, sjö stigum á eftir meisturum Juventus og jafnframt sjö stigum á undan Roma sem getur mest fengið sex stig í viðbót. AC Milan endar í 5. sæti en liðið er með 34 stig. Hin bosníska Marija Milinković kom Inter yfir í grannaslagnum í dag en AC Milan tókst að jafna með sjálfsmarki á 27. mínútu. Elisa Polli kom Inter yfir að nýju á 59. mínútu og á lokakaflanum skoraði Tessa Wullaert, lærimey Elísabetar Gunnarsdóttur úr belgíska landsliðinu, tvö mörk og innsiglaði sigur Inter. Cecilía, sem er 21 árs, er nú að ljúka sinni fyrstu heilu leiktíð sem aðalmarkvörður í atvinnumennsku, eftir að hafa farið frá Fylki til Bayern München árið 2021 og verið strax lánuð þaðan til Örebro í Svíþjóð í eitt ár. Hún varði mark varaliðs Bayern en glímdi einnig mikið við meiðsli áður en hún var svo lánuð til Inter fyrir þessa leiktíð. Hjá Inter hefur Cecilía slegið í gegn og átt stóran þátt í því ekkert lið hefur fengið nálægt því eins fá mörk á sig í ítölsku deildinni í vetur, eða aðeins 23 í 24 leikjum. Í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar kvaðst Cecilía enn eiga eftir að taka ákvörðun um framhaldið hjá sér. Hún ætti ár eftir af samningi sínum við Bayern. Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Sigurinn þýðir að Inter mun enda í 2. sæti deildarinnar en liðið er núna með 48 stig eftir 24 leiki, sjö stigum á eftir meisturum Juventus og jafnframt sjö stigum á undan Roma sem getur mest fengið sex stig í viðbót. AC Milan endar í 5. sæti en liðið er með 34 stig. Hin bosníska Marija Milinković kom Inter yfir í grannaslagnum í dag en AC Milan tókst að jafna með sjálfsmarki á 27. mínútu. Elisa Polli kom Inter yfir að nýju á 59. mínútu og á lokakaflanum skoraði Tessa Wullaert, lærimey Elísabetar Gunnarsdóttur úr belgíska landsliðinu, tvö mörk og innsiglaði sigur Inter. Cecilía, sem er 21 árs, er nú að ljúka sinni fyrstu heilu leiktíð sem aðalmarkvörður í atvinnumennsku, eftir að hafa farið frá Fylki til Bayern München árið 2021 og verið strax lánuð þaðan til Örebro í Svíþjóð í eitt ár. Hún varði mark varaliðs Bayern en glímdi einnig mikið við meiðsli áður en hún var svo lánuð til Inter fyrir þessa leiktíð. Hjá Inter hefur Cecilía slegið í gegn og átt stóran þátt í því ekkert lið hefur fengið nálægt því eins fá mörk á sig í ítölsku deildinni í vetur, eða aðeins 23 í 24 leikjum. Í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar kvaðst Cecilía enn eiga eftir að taka ákvörðun um framhaldið hjá sér. Hún ætti ár eftir af samningi sínum við Bayern.
Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira